Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 76

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 76
8o 1903 var vinna sem undanfarin ár: sáning og gróðursetning. Nokkru meira af plöntum var fargað burtu en í fyrrasumar. Sumarið var með hörðustu sumrum hér á Norður- og Austur- landi, sífeldar rigningar og kuldar. Vöxtur á trjám því töluvert minni en undanfarin ár. Astand samt að því leyti gott, að ekkert dó. Undirbúningur að haustinu sem undanfarin ár. 1904. í ár sáð fræi með mesta móti; mest voru það sömu teg- undir og áður hafði verið sáð; þó nokkrum nýjum bætt við. Líka var gróðursett með mesta móti. Allar þær plöntur sprottnar í gróðrarstöðinni sjálfri; engar útlendar plöntur fengnar í ár. Burtu var látið töluvert, mest til Ræktunarfjelagsins hjer. Framför góð í ár og haustumbúnaður til vetrar sem áður. 1905. Vinna í vor, sem að undanförnu, sáning og gróðursetning. Breytt til og stungin upp brekkan efst í garðinum. Var áður plantað út í holur trjáplöntum, en vildu ekki vaxa; jarðveg- ur harður og grýttur. Nú hlaðnir upp stallar og bættur jarð- vegur. Utlitið gott nú á þessum tíma 23. júní. Fargað burtu ca. 3000 plöntum, bæði til Ræktunarfjelagsins og víðar. Gjörð tilraun með fleiri grenitegundir. Stærst reyniviðartrje 4 ára 3 al. 22. þuml., elri 4 ára 3 al. 17 þuml., birki 4 ára 2 al. 23 þuml., lævirkjatrje 2 ára I al. 3 þuml., greni 3 ára 11 þuml., fura 3 ára 10 þuml. (Aldur á trjánum talin frá því þau voru gróðursett úr fræbeðum.) Eptir ósk herra skólastjóra Sigurðar Sigurðssonar hef jeg samið þetta stutta yfirlit yfir trjáræktunarstöðina hjer á Akur- eyri fyrir umliðin ár, en fyrir plássleysi í skýrslu Ræktunar- fjelagsins, orðið að hafa hana svo stutta sem unnt var, og bið velvirðingar á því. Akureyri 23. júní 1905. J. Clir. Stephánsson.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.