Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 88

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Side 88
£ög Rœktunarfjelags Norðurlands. 1. grein. Fjelagið heitir Ræktunarfjelag Norðurlands. Heimili þess og varnarþing er í Akureyrarkaupstað. I Tilgangur. 2. grein. Tilgangur fjelagsins er: 1. Að láta gjöra nauðsynlegar tilraunir til jarðræktar á Norð- urlandi. 2. Að útbreiða meðal almennings þekkingu á öllu því, sem að jarðrækt lýtur, og líkindi eru til að komið geti að gagni. 3. grein. Fjelagið vill ná tilgangi sínum með því að verja tekjum sínum og sjóðseignum á þann hátt er nú skal greina: 1. Að koma á fót einni tilraunastöð á Norðurlandi, þar sem gjörðar verði tilraunir með garðyrkju, grasrækt, skógrækt og tilbúin áburðarefni. 2. Að minni tilraunastöðvum verði komið á fót, víðsvegar um allt Norðurland, fyrst einni í hverri sýslu og síðan fleir- um. A þessum stöðvum verði gjörðar þær tilraunir, sem sjerstaklega geti haft þýðingu fyrir hvert hjerað, t. d. með tilbúin áburðarefni, einnig þær tilraunir, sem búið er að gjöra á aðalstöðinni, og líkindi eru til að mundu hafa þýðingu fyrir jarðræktina, t. d. grasfræsáning, garðyrkju og gróðursetning trjáa. Tilraunum þessum skal stjórnað frá aðalstöðinni.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.