Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 97

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands - 01.01.1904, Page 97
<T// Jlæktunarfjelagsins. [Lesið upp á aðalfundi 1905.] Nú skal rekinn illur andi út úr voru kæra landi. Uppblástursins farandfjandi fari beint á hreppinn sinn. Láttu hann sjá þig, landi minn! Nýi tíminn bregður brandi, bera merki lætur yfir frón í elding hverrar nætur. Síðla koma sumir dagar. Síðla gróa landsins hagar. Þokulopt og bruni bagar, beitihjarn á Grænlandsís, svo að mörgum hugur hrýs. Þessa galla lopts og lagar ljósmóðirin bætir, þegar viti og höndum manna mætir. Gjörvöll landsins fen og flóa, fúakeldur, holt og móa á að láta grasi gróa, gjöra að túni alla jörð, jafnvel hoit og blásin börð. Drengir, sem að hjörðum hóa hlotið geta síðar óðalsrjett um yrktar dalahlíðar.

x

Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársskýrsla Ræktunarfjelags Norðurlands
https://timarit.is/publication/213

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.