Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Blaðsíða 2
66
sama Tímariti er og 1878 í 2. bindis V. og VI. hepti
prentaður fyrirlestur, er vV. Hoffmeyer kapteinn og for-
stjóri hinnar meteorologisku stofnunar í Kaupmanna-
höfn hafði haldið „Um straumana í hafinu við ísland“.
Byggist það, er hann segir um efni þetta, á rannsókn-
um herskipsins Fyllu í Grænlandshafi 1877, og athug-
unum síra Peturs Guðmundssonar í Grímsey á sjávar-
hitanum við Grimsey frá 1873—1877. Loksins hefir
„Premierlieutenant“ F. Bardenfleth í sama Tímariti,
3. bindis_ III. og IV. hepti, látið prenta fyrirlestur sinn
um „Rannsóknir á dýpi hafsins kring um ísland“, og
skýrir hann einkum frá rannsóknum þeim, er sumarið
1878 voru gjörðar á Fyllu vestur af Snæfellsnesi og
norður af Homi og Eyjafirði.
pessar 3 ritgjörðir hefi eg lagt til grundvallar fyrir
ritgjörð þessari, er einkum á að skýra frá lögun sjáv-
arbotnsins, hita sjávarins og straumum hafsins í kring
um ísland, en bæði til fróðleiks og svo skilningsauka
vil eg fyrst með fám orðum drepa á lögun sjávarbotns-
ins í Atlantshafi sunnan frá Suður-íshafi norður að
íslandi.
Rannsóknir með grunnsökku og hitamælingar í
Atlantshafi gjöra það mjög líklegt, að haf þettagrein-
ist í 3 djúp af hryggjum niðri í sjónum, sem eru 1900
til 2000 faðma á hæð, og eru þó undir sjávarmáli. Sé
byrjað að sunnan, er fyrsta hrygginn að finna milli
Tristan da Cunha1 og Suður-Afríku. það, sem er fyrir
sunnan hrygg þennan, stendur í beinu sambandi við
djúp Suður-íshafsins. Frá Tristan da Cunha liggur
hryggur í norður alt að Miðjarðarlínunni; þaðan liggur
hann í norður-norðvestur alt að 50. mælistigi vestur-
lengdar frá Greemmch. Á hrygg þessum liggur Upp-
Eyja þessi liggur í Suður-Atlantshaíi hér um bil á sömu suðlægu
breidd og suðurtá Afríku, miðja vega á milli Afríku og Suður-Ameríku.