Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Blaðsíða 21
85
Bardenfleth gjörir athugasemd við sjávarhitann
í töflu þessari, sem vert er að athuga; hann segir:
„J>að er eigi ólíklegt, að hinn mikli ís, er hafði þakið
allan sjóinn fyrir norðan ísland fáum dögum áður en
mælingin fór fram, hafi kælt sjóinn nokkuð, og að
hann því muni reynast heitari (á þessum tíma ársins),
þá er eigi er ísár, eður þá er ísinn ekki liggur fram
á sumar“.
Af töflum þessum og mælingum verður nú fyrst
ljóst, hve grunt Grænlandshaf er, og hve ervitt er að
kanna það Grænlandsmegin, einkum vegna íssins, er
optast bannar mönnum að komast að austurströnd
Grænlands, og þar næst má álíta það fullsannað, að
heiti straumurinn, er fer norður með Vesturlandi, er
ekki að eins ofan á og kaldur sjór undir, eins og
reyndist á Vöringen að eiga sér stað í íshafsdjúpinu
milli íslands og Noregs, heldur lieíir heiti straum-
urinn í Grræulandshafi alveg yflrráðin alt til hotns
íslandsniegin og talsvert út frá því, og kaldi straum-
urinn hefir yfirráðin Grænlandsmegin einnig til botns;
að mjög skamt er á milli hins heita og hins kalda
sjávar, eður að millibilið milli hinna gagnstæðu strauma
er furðu lítið. Samt leitar kaldi sjórinn undir hinn heita
straum. En rannsóknir Fyllu 1877 sýna einnig (tafla
III. og IV.), að kaldi sjórinn var bæði undir og ofaná
heita sjónum næst ísnum (sjá lóðr. línurnar Nr. 19 og
27), og sýnist hinn kaldi sjór þannig ytzt við ísinn að
halda hinum heita straumi í köldum faðmlögum sínum;
Hklegt er, að hin köldu lög sjávarins efst og neðst
nálgist hvort annað meir og meir, því nær sem kemur
Grænlandi, þangað til loksins sjórinn verður kaldur frá
sjávarmáli til botns vestanvert í Grænlandshafi. Svo
virðist og sem þverskurðarflötur heita straumsins minnki
eptir því sem norðar kemur, þó eigi verði sagt með
vissu, hve fljótt hann fari minnkandi, því kaldi sjórinn,