Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Blaðsíða 48
112
þessir menn, sem að minnsta kosti hafa verið hálfviltir
og í ýmsu svipaðir sumum villiþjóðum, sem nú eru uppi,
t.a. m. Eskimóum, Pesjereum (á Eldlandinu) o. fl., grafið
ýmsar myndir, eða gjört úr þeim skurðsmíði, svo sem
knffasköpt, og það af svo miklum hagleik, að lista-
menn vorra tíma hafa furðað sig á; hafa þessar forn-
þjóðir þar með látið eptir sig liggja vitnisburð um ár-
risna tilfinning á list og hagleik; annars minna þess-
ar myndir oss á ýmsa skurðdráttu Eskimóanna, og
má líkja þeim í mörgu við þjóðir hreindýratímans.
Allar rannsóknir sýna, að þessar þjóðir hafa raun-
ar fjölgað meir út um löndin en þær þjóðir, sem uppi
voru á mammútöldinni; en þær áttu heima á sömu stöðum,
í suður- og vesturhluta Evrópu, og líklega syðst í Rúss-
landi. Eptir því sem þessir suður- og vestur-Evrópu-
menn fjölguðu og þeim fór fram, þá breiddust þeir út
norður eptir, og frá þeim munu frumbyggjar Norður-
landa vera komnir, með því þeir mjökuðust áfram fram
meðsjónum og ánum, og nálguðust Eystrasalts strendur,
þar sem byggilegt var orðið; líf þeirra var að mestu
bundið við dýraveiðar og fiskiveiðar, og allir hættir
þeirra voru lagaðir þar eptir; en af því þessi lönd voru
þá svo afskekt, þá gátu þeir lengi haldið við venjur
sínar og verkfæri, þótt nýjar aðferðir og nýir hættir
væru upp komnir sunnar í álfunni1.
Einkennilegir fyrir þetta tímabil eru „sorphaugarn-
ir;‘ (Kjökkenmöddinger), en það eru stórir haugar og
hrúgur af ostrum, kúskeljum, hörpudiskum og öðrum
ætilegum skelfiskategundum; þar á milli eru merg-
sprett bein af ýmsum dýrum, spendýrum, fuglum og
skjaldbökum, og fiskabein; en innan um þetta finnast
steinfæri: axir, knífar, örvaroddar, hamrar; hjartarhorn
finnast þar og, kambar, netasökkur, pottbrot úr leir
') Worsaae, sst. bls. 326—327.