Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Blaðsíða 69
>33
er settur var i ormag’arð; á fýzkalandi var einnig
ormatrú, því Gunnar var líka settur í ormagarð, og
Fafnir, Miðgarðsormur og 511 ormaheitin í Eddu bera
vitni um, að íslendingar vissu um þessa ormatrú, sem
gekk um öll Norðurlönd; vegna hennar kölluðu menn
skipin „drekau, og vegna hennar var skírður „Ormr-
inn langi:‘. — Sverðin voru hvergi eins stór og fögur
og á Norðurlöndum, og það er eins og dýrð þeirra og
átrúnaðurinn á þeim hljómi langt fram eptir öldunum
í gegnum allar sögur, og ef til vill frá enn eldra tíma-
bili en þessu; sverðin voru skoðuð sem lifandi verur,
gæddar guðlegu eðli; þau voru ekki mannaverk, held-
ur dvergasmíði, flutt til mannheima frá andans heimi
og gefin mönnunum af tröllum og dvergum, goðum
og valkyrjum, eða tekin af draugum og óvættum með
hjálp einhverra goðmagna. En þótt þetta sé átrúnað-
ur og eintómar hugmyndasögur, þá fela þær í sér
verulegan sannleik: drauma um horfna dýrð og um
liðna lista-öld — fyrir utan þann hugmyndarlega sann-
leik og skáldskap, sem með þeim táknast — og hver
veit, nema leifar hafi fundiztaf Ángurvaðli, Dragvandli,
Gram og Tyrfingi? — Fyrir utan það, að menn voru
haugsettir í skip, voru menn opt grafnir með hestum
sínum og hundum, ætíð með vopnum, ogbæði á þess-
ari öld (járnöldinni) og eiröldinni voru þjónar eða svein-
ar höfðingjanna stundum drepnir og heygðir með herr-
•um sínum, eins ogvér vitum af Brynhildarkviðu 2. og
Völsungasögu. Bautasteinar og rúnasteinar voru reistir
eptir hina dánu og föllnu menn. Ogrynni peninga frá
þessari öld finnst einkum á Gotlandi í Eystrasalti,
serkneskir og býsantinskir, þjóðverskir og engilsax-
neskir, og virðist því sem Gotland hafi verið eitt að-
alaðsetur eða samkomustaður hinnar fornu verzlunar
og samgangna við austurlönd1. þ>á hófst og samganga
') Worsaae i Aarb. 1872. bls. 423-424.