Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Blaðsíða 26
90
að þvi er snertir ís og vind, til þess, að Grænlandsis-
inn leggist fyrir Norðurland; hann segir: „Ef vérsetj-
um, að is sá, er kemur úr hafinu milli Grænlands og
Jan Mayen, aukist mjög af einhverjum orsökum, verð-
ur fyrsta afleiðingin af þvi sú, að isinn verður fastur i
mjóddinni á Grænlandshafi; og er ís sá, er á eptir fer,
þrýstir að, verður nokkuð af honum að breiða sig út
fyrir norðan ísland, og þrýstist upp að landinu; heiti
straumurinn, er heldur áfram að renna undir ísnum
norður og austur fyrir Horn, hjálpar jafnvel til þess,
að isinn berst inn að Norðurlandi, en undireins og is-
aðburðurinn minnkar, hreinsar sig mjóddin í Grænlands-
hafi smátt og smátt, og er nægilega rriikið er komið
suður á bóginn af ísnum, mun heiti straumurinn fá ráð-
ið við þann ís, er hefir hrúgazt upp fyrir Norðurlandi,
og fara burtu með hann austur á bóginn“.
það var merkilegt og næsta eptirtektarvert, að
sjávarhitinn var minnstur efst og neðst í Grænlands-
hafi næst ísnum, þá er haf þetta var kannað 1877 (sjá
töflurnar II, III og IV). jpetta virðist vera alveg ein-
kennilegt ástand fyrir Grænlandshaf, enda vita menn
eigi til, að annarstaðar á jörð vorri sé jafnskamt milli
gagnstæðra strauma. Hoffmeyer álítur, að svo standi
á þessum kulda efst og neðst, að heiti straumurinn sé
jafn saltur eður seltumikill og Atlantshafið yfir höfuð að
tala, en þar eð í Grænlandshafi selta sjávarins ofan til
verður minni og minni því nær sem kemur ísbrúninni,
þá verður kaldi sjórinn saltminni, og þrátt fyrir það
hve kaldur hann er, léttari en hinn seltumeiri enheit-
ari sjór, og flýtur því ofaná honum. En- að hinn kald-
ari sjór, er ofan á flýtur, er seltuminni en hinn heitari,
sem undir er, kemur eflaust af því, að hann er sjávar-
vatn, er bráðnað hefir úr fsnum, og nær því eigi mjög
langt niður. Aptur á móti er seltan jafnmikil i báðum
straumunum hinum heita og hinum kalda, þá er neð-