Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Blaðsíða 46

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Blaðsíða 46
IIO byggileg, enda eru líkindi til, að einmitt á þeim stöðv- um muni menn hafa verið til mörgum öldum og jafn- vel árþúsundum áður en löndin í Norður-Evrópu voru komin undan hinni ógurlegu jökulbreiðu, sem lá yfir Noregi, Svíariki og Finnlandi, og sem eigi einungis fylti alt Eystrasalt, sem þá samtengdi íshafið og Eng- landshaf (Norðursjóinn), heldur einnig Gandvik og alt hið feykilega vatnsflæmi, sem fyrrum þakti hina flat- lendu fláka Norður-Rússlands. Og samt náðu löndin eigi sínu fulla landseðli og mynd, fyrr en löngu eptir að ísinn var horfinn; því að fyrst hlaut Ermarsund (The Channel, La Manche1) að skilja England frá Frakk- landi; fyrst hlaut Eystrasalt að greinast frá íshafinu, áður en Danmörk, Svíaríki og Eystrasaltslöndin fengju sína verulegu mynd og náttúru-skipan. f>að er eptirtektarvert, að hvergi í Norður-Evrópu (Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Norður- og Mið-Rússlandi) hafa mannaleifar fundizt saman við mammút og hin önnur fomdýr, sem nú eru undir lok liðin. Meira að segja, þau steinverkfæri, sem fundizt hafa í Norður- Evrópu, eru að sjón miklu unglegri en þau, sem sunnar hafa fundizt, á Spáni og Ítalíu, í eldgömlum jarðlög- um á Englandi og Frakklandi, jafnvel langt inn í Asíu, t. a. m. undir rústum Babýlónar; í jarðlögum á Indlandi — alt þetta hefir verið stórkostlegum jarðbyltingum undir orpið, og ber órækan vott um geysiháan aldur. B. HREINDÝR A.-ÖLD eða mið-steinöld2, sorphauga- öld. Lífernishættir og viðurværi hinna fyrstu þjóða hefir hlotið að vera á mjög lágu stigi um margarald- ir. f>ær hafa átt í höggi við aðrar þjóðir, við hin stór- vöxnu dýr, sem þá voru uppi, við áhrif lopts og veðra, ') í þjóðverskum nýjum ritum er La Manche þýtt og kallað „Aermel- strasseM. 2) Worsaae, Aarb. 1872. bls. 324.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.