Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Blaðsíða 13
77
fratn með 59. mælist. norðurbreiddar frá Orkneyjum til
30. mælist. fyrir vestan Greenwich eður á 900 sjómílna
breidd er hiti sjávarins við hafflötinn jafn, og jafnvel
í hærra lagi, og að hann dregst eður streymir greini-
lega i norður; að heiti yfirborðssjórinn, vegna straums
þessa, kemst, án verulegra breytinga á hitanum, upp
undir suðurströnd íslands, og berst þaðan bæði til norð-
austurs fram með suðausturströnd íslands, og einnig
til norðvesturs, og seinna til norðurs inn í Grænlands-
haf fram með vesturströnd íslands; að fram með aust-
urströnd Grænlands fari aptur á móti frá norðaustri til
suðvesturs kaldur straumur, fullur af rekaís, í gegnum
Grænlandshaf alla leið suður að Hvarfi á Grænlandi,
og að þessi ísstraumur verði stundum svo öflugur og
mikill fyrirferðar, að hann nær alveg upp að norðvest-
urstönd íslands, og fyllir firðina þar með ís, en að hann
aldrei, ekki einusinni á vetrum, komist inn á Breiða-
fjörð eður Faxaflóa. þar eð straumurinn fyrir norðan
ísland liggur til austurs, og opt ber mikið af Græn-
landsís með sér, er skemmri eður lengri tíma liggur
fyrir allri norðurströndinni, hefir „Aðmiral" Irminger
einnig álitið, að straumur þessi yrði helzt að álítast
grein hins mikla ísstraums Austur-Grænlands, er neydd-
ist til svo sem nokkurs konar iðukast að fara austur
með Norðurlandi, er hann rækist á þann hluta af norð-
vesturströnd íslands, er snýr út að íshafinu.
Aðrir visindamenn, er fengizt hafa við þetta efni,
hafa i öllu verulegu verið Irminger sammála, og álitið
(prófessor Colding), að heiti straumurinn, er fer norð-
ur með vesturströnd íslands beygi smátt og smáttyfir
i hinn kalda ísstraum við norðvesturströnd Islands, þar
sem Grænlandshaf er mjóst, og snúi aptur með honum
til suðvesturs, og hafa menn því hingað til ætlað, að
ísstraumurinn kaldi væri einvaldur við norðurströnd