Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Blaðsíða 23
87
til hann finnur fyrir sér strönd, er veitir honum mót-
stöðu; fylgir hann siðan strönd þessari og heldur sér
jafnan upp að henni, meðan hún endist. í höfum þeim,
er bæði ganga í straumar frá suðri til norðurs, og frá
norðri til suðurs, verða menn að leita hinna fyrri að
austanverðu í höfunum, en hinna síðarnefndu vestantil
í þeim; eður með öðrum orðum: hinir köldu straumar,
er til suðurs streyma, fylgja austurströndum, hinir heitu
straumar, er liggja til norðurs, vesturströndum þeirra
landa, er að hafinu liggja. þó verður að gæta þess,
að hér er að eins að ræða um aðalstraumana í hafinu.
J>etta er hægt að sanna: í Davíssundi fer kaldur
straumur fram með Labradors ströndum til suðurs, og
aptur heitari straumur norður með vesturströnd Græn-
lands. — Likt á sér stað í hafinu milli Spitsbergen og
Grænlands, og, eins og áður er sagt, í Grænlandshafi.
Fram með austurströnd íslands fer straumurinn helzt
til suðurs og er sjórinn þar kaldur; fram með vestur-
strönd Noregs, fer apur á móti heitur straumur til
norðurs; þetta sama sést í Norðursjónum, að minnsta
kosti á sumrin, því sjórinn er þar kaldari fram með
austurströnd Skotlands og Englands, en fram með
vesturströnd Jótlands. í Kattegat leitar seltuminni
sunnanstraumurinn upp undir vesturströnd Svíarikis, en
seltumeiri sjór fer suður með austurströnd Jótlands.
Mótstaða sú, er strönd veitir straumi, bindur straum-
inn við ströndina; en af þessu hlýtur að leiða, að þar
sem ströndin endár eða alt i einu fær aðra stefnu, sleppir
straumurinn stefnu þeirri, er hann hafði áður og beygir
til hægri handar, samkvæmt tilhneiging þeirri, er hann
hefir til þess sökum möndulsnúnings jarðarinnar. —
pessa eru nóg dæmi: Hinn kaldi straumur, er fer suð-
ur úr Davíssundi, hefir tilhneiging til að beygja til
vesturs, og heldur sér því upp að ströndum Labradors
og síðar New-Foundlands; en strendur þessar neyða