Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Blaðsíða 40
104
Um fornleifar frá svo fjarrum öldum, sem náðu yfir
margar þúsundir ára, gat eigi verið að tala; þau stein-
vopn og steinverkfæri, sem menn þektu, voru frá miklu
seinni tímum. — Samt notuðu sumir sér hinar skökku
ímyndanir alþýðu um tröll og stórvaxnar fornaldarþjóðir,
og sýndu steingjörvinga stórvaxinna skriðdýra, og sögðu
það væri mannabein, og glöptu þannig marga og sviku
út peninga; var þetta einkum í Ameríku.
Vér getum hér eigi farið yfir öll þau tímabil,
sem lífið hefir verið uppi á jörðunni, frá því að sjáv-
arlögin tóku til að myndast, og er það kent í stein-
gjörvingafræðinni (Palaeontologia). Vér eigum hér
einungis við mennina.
Eins og nærri má geta, þá er það einkum Norð-
urálfan, sem rannsökuð hefir verið í þessu sem öðru;
samt hafa og steind mannabein fundizt annarstaðar,
bæði í Asíu og Ameríku. En vér megum eigi gleyma
því, að deiling landanna og lagarins, og loptleg hlut-
föll eða deiling hita og kulda — að alt þetta var áður
mjög ólíkt því, sem nú er. Á hinum fyrri öldum hnatt-
arins var hitinn allur jafnari og meiri en nú er hann;
á þeim hnattsvæðum, þar sem nú eru köld lönd, voru
þá alt önnur lönd og önnur höf, og þá þrifust þar dýr
og jurtir, sem nú hvergi geta lifað nema í hitabeltinu.
þ>etta sannast á þeim leifum jurta og dýra, sem finn-
astíþessum löndum1. En eptir þessar aldir, sem nema
millíónum ára, kom ísöldin2. þá huldist öll Norður-
‘) Sbr. Steinafræði og Jarðarfræði bls. 118.
2) Bischoft’ reiknaði millíón ára fyrir steinkolalögin eingöngu. Öld
og aldir merkja hér alt annað en 100 ára tíma; jarðaraldirnar eru
óákvarðaðar að árataii og merkja jafnt sem „timabil“, og er sérhvert
slíkt tímabil margar þúsundir ára. Stjörnufræðingar og jarðfræðing-
ar hafa reiknað svo, að fyrir 100,000 árum var jörð næst sólu á sum-
ar, en fjærst á vetur; þá voru sumur miklu heitari, en vetur kaldari:
fyrir 210,000 árum var þessi mismunur mestur: þá voru vetur eigi