Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Blaðsíða 7
71
sjó við hafsbrúnina íslands megin. Suðvestur
úr djúpi þessu milli Færeyjagrynninganna að norðvest-
an og Norðursjávar- og Bretlandseyjagrynninganna að
suðaustan gengur æði djúpur áll (640 faðma djúpur),
Færeyja-Hjaltlandsállinn, svo sem áður er á minnzt.
Hinn ískaldi sjór úr ísliai'sdjúpinu kemst samt eigi
lieldur liérna suður í Atlantsliaf, heldur stöðvast
hann í Færeyja-Hjaltlands-álnum á hér um bil 300
faðma dýpi af hrygg, er sameinar Bretlandseyja- og
Færeyjagrynningarnar, og eins og við hrygginn undir
suðausturhorni íslands flýtur heiti sjórinn úr Atlants-
hafi hér ofan á, og um leið og hann streymir til norð-
austurs, tekur hann með sér efsta lagið af kalda sjón-
um; norðaustanvert við hrygginn eru hér 3—400 faðm-
ar niður að kalda sjónum; niður að sjálfum hryggnum
eru 300 faðmar, en hlutfallið milli hitans á ýmsu dýpi
ermjöglíkt því, sem það var við hrygginn uppi undir
íslandi, nema hvað sjórinn er beggja megin við syðri
hrygginn heitari við yfirborðið og jafhvel niðri í sjón-
um á sama dýpi, eins og sjá má á því, að hér voru
3—400 faðmar niður að kalda sjónum en uppi undir
íslandi um 160 faðmar.
Sjórinn er þá heitur þ. e. yfir o° alstaðar ofan á
Norðursjávargrynningunum, í norska álnum, efstu 300
faðmana ofan til í Færeyja-Hjaltlands-álnum, ofan
á Færeyjagrynningunum, Færeyja-lslandshryggnum,
ofan til í hafinu milli Noregs, íslands, Jan Mayen og
Spitsbergen (er Norðmenn nefna hið „Norska haf“), og
ofan til í öllum vesturhelming Novaja-Semlja-hafsins.
ísland geta menn einnig sagt að liggi á grynn-
ingum, eða að strendur þess séu framlengdar niðri í
sjónum altíkring; þessi framlenging íslands ætla mennað
sé mest frá norðaustri til suðvesturs, því bæði liggja grynn-
ingarísuðvestur, út frá Reykjanesi og beggja megin við
það, er mæta Atlantshafshryggnum mikla, er frá Cayenne-