Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 31

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 31
95 lenzkar ímyndanir um heimsálfurnar með öðrum nöfn- um); fiskarnir voru menn í álögum, hinar fjórar kyn- kvíslir mannanna; en þótt hér sé sá ruglingur i hug- myndunum eða fremsetningu sögunnar, að skáldið nefni fjóra trúarflokka í stað fjögra kynkvísla, þá sýna lit- irnir glögglega, hvað verið er að tala um. Kynkvíslir mannanna eru sömuleiðis myndaðar á æfargömul ker Etrúskanna, á fom-indverskum skurðverkum, í rústun- um við Niníve, í elztu annálum Kínverja, í fornleifun- um í Perú, Yúkatan og Mexíkó. það er því víst, að fyrir 3800 árum voru til að minnsta kosti fjórar kyn- kvíslir manna, sem hver var annari ólík, og um allar þær aldir, sem síðan hafa liðið, hafa þær alt af verið allar jafn ólíkar. það er gömul setning, að aðalkynkvíslirnar sé þrjár: Semítar, Kamítar (Hamitar) og Jafets-niðjar, þannig nefndar eptir Nóasonum. Indíanar og Malajar eru skoðaðir sem blendingskynkvíslir. En eigi eru menn ásáttir um, hvort þessi mismunur kynkvíslanna hafi orðið þegar í stað og hastarlega, eða smátt og smátt um langan aldur. Ekki kemur fræðimönn- um heldur saman um, hvernig skipta skuli, eða hversu margar sé kynkvíslirnar, og nefna þeir þær ýmist flokka, eða tegundir, eða tilbreytingar o. s. frv. Huxley (1863) skiptir mönnunum í fjórar tegundir: Ástralíu-tegund, Negra-tegund, Móngola-tegund og Hvítramanna-tegund; Kant taldi einnig fjórar kyn- kvislir; hvfta, svarta, eirrauða og móleita menn. Blu- menbach taldi fimm: Kákasusmenn, Móngola, Malaja, Negra (Svertingja) og Ameríkumenn (Indíana). Cuvier taldi þrjár: Kákasusmenn, Móngola og Etíópa; Nor- ton 22, Mezlan 2, Luke-Burke 63 o. s. frv. (sbr. Gefn, 3- árs síðara hl., 1872, bls. 64 og 65). Sumir fræðimenn álíta, að þessi hinn stórkostlegi mismunur kynkvíslanna sé eigi fram kominn af lang-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.