Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 46

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.03.1880, Page 46
IIO byggileg, enda eru líkindi til, að einmitt á þeim stöðv- um muni menn hafa verið til mörgum öldum og jafn- vel árþúsundum áður en löndin í Norður-Evrópu voru komin undan hinni ógurlegu jökulbreiðu, sem lá yfir Noregi, Svíariki og Finnlandi, og sem eigi einungis fylti alt Eystrasalt, sem þá samtengdi íshafið og Eng- landshaf (Norðursjóinn), heldur einnig Gandvik og alt hið feykilega vatnsflæmi, sem fyrrum þakti hina flat- lendu fláka Norður-Rússlands. Og samt náðu löndin eigi sínu fulla landseðli og mynd, fyrr en löngu eptir að ísinn var horfinn; því að fyrst hlaut Ermarsund (The Channel, La Manche1) að skilja England frá Frakk- landi; fyrst hlaut Eystrasalt að greinast frá íshafinu, áður en Danmörk, Svíaríki og Eystrasaltslöndin fengju sína verulegu mynd og náttúru-skipan. f>að er eptirtektarvert, að hvergi í Norður-Evrópu (Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Norður- og Mið-Rússlandi) hafa mannaleifar fundizt saman við mammút og hin önnur fomdýr, sem nú eru undir lok liðin. Meira að segja, þau steinverkfæri, sem fundizt hafa í Norður- Evrópu, eru að sjón miklu unglegri en þau, sem sunnar hafa fundizt, á Spáni og Ítalíu, í eldgömlum jarðlög- um á Englandi og Frakklandi, jafnvel langt inn í Asíu, t. a. m. undir rústum Babýlónar; í jarðlögum á Indlandi — alt þetta hefir verið stórkostlegum jarðbyltingum undir orpið, og ber órækan vott um geysiháan aldur. B. HREINDÝR A.-ÖLD eða mið-steinöld2, sorphauga- öld. Lífernishættir og viðurværi hinna fyrstu þjóða hefir hlotið að vera á mjög lágu stigi um margarald- ir. f>ær hafa átt í höggi við aðrar þjóðir, við hin stór- vöxnu dýr, sem þá voru uppi, við áhrif lopts og veðra, ') í þjóðverskum nýjum ritum er La Manche þýtt og kallað „Aermel- strasseM. 2) Worsaae, Aarb. 1872. bls. 324.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.