Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 5

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 5
5 gilda grundvallarlögin 28. júili 1866 auk pess ehki par i landi; og enn fremur ber þess að gæta, að samkvæmt hinum tilvitnuðu lögum (p: stöðulögunum) nær hin almenna grundvallarlagalega löggjöf og stjórn að eins að nokkru leyti til íslands. í því efni koma nefnilega aö eins þau málefni til greina, sem eru ekki beinlínis talin til hinna sjerstöku íslenzku mála í tjeðum lögum.« Það verður nú að álíta, að með þessu sje sannað, að þótt upprunalega væri svo til ætlazt, að grundvallarlögin skyldu einnig ná til Islands, þá sjeu þau allt fram á þennan dag ekki búin að öðlast gildi þar, og það eru heldur ekki miklar líkur til, að þau öðlist nokkurn tíma gildi á íslandi. Eptir þennan útúrdúr sný jeg mjer aptur að stöðulögunum. Skoðanir manna á þessum lögum eru mjög sundurleitar í Dan- mörku og á Islandi. Eins og kunnugt er, vóru þessi lög að eins samþykkt af löggjafarvaldi Dana, án þess að alþingi ætti þar nokk- urn hlut í, en vóru síðan auglýst á íslenzku á íslandi. Að lögin vóru þannig til orðin leiddi til þess, að næsta alþingi, sem haldið var eptir að þau komu út, mótmælti þeim og lýsti því yfir, að það gæti ekki viðurkennt, að þau væru bindandi fyrir ísland í því formi, sem þau nú lægju fyrir í. Og enn eru þeir til á íslandi, sem af sömu ástæðum hreint og beint neita gildi þeirra að því er ísland snertir. Þeirra skoðun er, að þau sjeu bindandi fyrir Dan- mörku, en ekki fyrir ísland. Jeg get þó ekki viðurkennt, að þessi skoðun sje rjett. Fyrst og fremst eru hin þýðingarmestu ákvæði þeirra greina, er ræða um stöðu íslands í ríkinu, tekin upp í stjórnarskrá íslands, og um gildi hennar hafa ekki einu sinni hinir sömu menn látið nokkurn vafa í Ijósi; en þó ekki sje tekið tillit til þessa, þá getur ekki leikið nokkur vafi á því, að lögin gildi á íslandi, þar sem þau hafa verið auglýst þar á vanalegan hátt á íslenzku, sem á þeim tíma, þegar lögin vóru gefin út, var nægi- legt til þess að dönsk lög öðluðust gildi á íslandi, þegar það var gjört eptir skipun konungs. Aptur á móti verð jeg að álíta, að alþingi hafi haft fulla ástæðu til að mótmæla lögunum. Alþingi átti fulla heimting á, að frumvarpið hefði verið lagt fyrir það áður en það var gjört að lögum, og úr því þetta var ekki gjört, var það ekki nema eðlilegt, að þingið mótmælti þeirri aðferð, er beitt var við þessa lagasmíð. En þessi mótmæli gátu auðvitað ekki raskað. gildi laganna. Þau gátu að eins gjört það öllum lýðum ljóst, að lögunum hefði verið neytt upp á íslendinga með valdboði (oktroyeret) — ekki af ríkisþinginu, því það hafði alls engan rjett til þess, heldur af stjórninni eða konunginum sem einvaldskonungi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.