Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 45

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 45
45 hafa ekki verið neinar kræklóttar smáhrislur, sem uxu á íslandi í þá daga; fundizt hafa trjástofnar 3—5 fet á þykkt (flattir) og 30 fet á lengd og hefur það aðeins Verið lítill bútur neðan af geysimiklu trje, þvi ekki vottaði fyrir greinum. Þetta var á WMbcewtimabilinu og er það miðkaflinn á nýjuöldinni. Pessi gróður hefur þrifizt og blómgazt um langan aldur eins og sjá má áf þykkt surtarbrandslaganna, en einn góðan veðurdag byrjuðu gosin aptur; hraunflóð runnu yfir skógana, ruddu um trjánum og bældu þau niður, hver hraunbreiðan kom á aðra ofan, svo að trjábolirnir flött- ust út og fergðust saman i hellu; það er nú surtarbrandur. Surtarbrandslög með sviplíkum gróðri hafa fundizt viðar á norður- hveli jarðar, allt norður á Grinnelland, sem liggur fyrir norðan 81. breidd- arstig; meðalhiti árs er þar nú um -f- 200 C. og er það með köldustu stöðum á jörðunni. Pað er fátt merkilegra i jarðfræðinni en þessar jurta- leifar; þær sýna, að fyrir ekki alls löngu (i jarðfræðislegum skilningi) hefur verið gott og blitt loptslag i þessum klakalöndum, sem nú eru, og auk þess verður af þeim (og mörgu öðru sem eigi mun nefnt hjer) ráðið, að á þessum timurn hefur i norðurhöfum verið mikið land, sem nú er sokkið i sæ; þá var t. a. m. Island áfast við Grænland og Skotland. Eptir þvi sem næst verður komizt, munu þessar undarlegu breyt- ingar á loptslaginu stafa af þvi, að heimsskautið hefur flutzt úr stað og hefur Island, þótt ótrúlegt megi virðast, á miocentimabilinu legið talsvert sunnar á hnettinum en nú. Nýlega hefur verið stofnað fjelag til þess að brjóta kol i Færeyjum og gjöra sumir sjer miklar vonir um það fyrirtæki; era kolin þar innan um blágrý'tislög eins og á Islandi og aldurinn likur. Á Borgundarhólmi er dálitið af kolum frá /wratímabilinu; það er miðkafli miðaldarinnar; kolin vóru grafin fyrir nokkrum árum, en nú er þvi hætt, þvi kolin vóru svo ónýt. I Sviaríki er nokkuð af kolum frá fr/aitímabilinu, það er næst á undan júra. Kolin eru við Höganás, skamrnt frá Eyrarsundi, og fæst þó svo mikið árlega, að á mörgum járnbrautum á Skáni eru eingöngu notuð sænsk kol. Pað mætti nú ætla, að kolalögin væru einnig fyrir handan sundið, yfir á Sjálandi, en svo er ekki. Svo illa vill til, að sprunga mikil er í jörðunni undir Eyrarsundi og hefur landsspildan með kolunum sokkið til undirdjúpanna; hafa Danir þar mikils í misst. Og eins og það er dásamleg niðurröðun, að vjer skulum geta haft gott af þvi sólskini, sem upplýsti jörðina ein- hvern tíma á kolatímabilinu fyrir mörgum miljónum ára, eins er það bagalegt, að kolalögin eru mjög svo opt sprangin i sundur og hafa stórar landræmur sokkið svo djúpt, að steinkolin opt og tiðum nást alls ekki. Hvergi í Evrópu er eins mikið um steinkol og á Englandi, og ná kolalögin þar yfir 480 ferh. milur. Litið er það þó i samanburði við steinkolaauð Norðurameriku; kolalögin taka þar yfir meira en 20 sinnum stærra svæði en á Englandi, og eitt einasta steinkolalag, Pittsborgarlagið í Pennsylvaniu, er 690 ferh. mílur að flatarmáli. Nýlega hafa menn komizt að þvi, að Kina jafnast fullkomlega á við Norðurameríku að kolaauði, og kváðu allar ástæður þar vera hinar haganlegustu; þó má varla heita, að þar sjeu grafin kol enn þá. í Schanzihjeraðinu einu ná
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.