Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 74

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 74
74 þessa dagana verið sjálfur að fást við tilraunir með Röntgens-geisla á fjöllista- skólanum hjer í Khöfn. En síðan greinin var skrifuð hefur ýmislegt birzt um tilraunir með þessa geisla í öðrum löndum, því um allan hinn menntaða heim eru menn nú sem óðast að fást við slíkar tilraunir, og flytja blöðin ná- lega daglega nýjar og nýjar fregnir um árangurinn af þeim. Er prófessor Röntgen þegar orðinn heimsffægur fyrir uppgötvan sína, enda telja rnenn hana meðal hinna þýðingarmestu á þessari öld. Pykir því hlýða að birta hjer bæði mynd af honum sjálfum og skýra lítið eitt frá því, sem blöðin hafa þegar flutt um árangurinn af tilraunum með hina ósýnilegu geisla hans. Hjer í Khöfn hafa tilraunirnar meðal annars sýnt, að taka má mynd af hlutum úr málmi, sem liggja i luktum trjestokk eða ,undir 600 bls. þykkri bók, því geislarnir fara bæði í gegnurn trjeð og bókina. I öðrum löndum hafa til- raunirnar einkum stefnt að því, að nota uppgötvun þessa í þarfir læknisfræð- innar. ÁÞýzkalandi hafa menn þannig tekið mynd af mannshönd, sem stungið var inn í trjestokk, og þykir oss vel til fallið að birta hjer eina slíka mynd. Má af henni sjá, að geislarnir hafa farið bæði i gegnum stokkinn og vöðva hand- arinnar, því holdið sjest að eins eins og í þoku; aptur á móti sjest beinagrind handarinnar greinilega, en þó ekki nærri eins vel og gullhringurinn á græði- fingrinum. Sýnir þetta, að geislunum hefur veitt erfiðara að komast gegn um gullið en í gegn urn beinin. I Vínarborg hafa frægir læknar rannsakað beinbrot, vanskapaðan fót á stúlku og fundið kúlur í holdi manna og steinmyndanir í blöðrum með Röntgens-geislum,, og hafa því getað hagað holdskurðtmr sínum og lækningaraðferð eptir því. I Berlín eru herlæknar nú og í óða önn að gera tilraunir með _ að finna kúlubrot og þess háttar í holdi manna á þennan hátt og tekst vel.— I Lundúnum kom nýlega sjómaður einn á sjúkrahús, og þjáðist hann af ákaflegum kvölum í bakinu, en læknunum var ekki ljóst, af hverju það gæti stafað. Var þá gripið til Röntgens-geisla og tekin mynd af baki mannsins. Kom það þá í ljós, að hnífsblað sat á einum stað í bakinu á milli tveggja hryggjarliða, og hafði það setið þar í rnörg ár. Var maðurinn nú holdskorinn og blaðinu kippt burt, og fjekk hann þá apfcir heilsu sína. Margt fleira mætti segja um þýðingu þessarar uppgötvunar, ef rúmið leyfði, og þvkir þó einsætt, að fæstum sje enn ljóst, hve margt gott megi afhenní leiða, er "mönnum lærist betur að nota þessa nýju og ósýnilegu furðugeisla. [Aths. vib próförk: Nú kvað mönnum (prófessor Salvioni í Pérugia á Ítalíu o. fl.) hafa tekizt, að gera geislana sýnilega, svo að sjá megi hluti í luktum ílátum, gegn um trje o. s. frv. — Menn fara bráðum að geta sjeð »í gegn um holt og hæðir og helli sinn«.] RITSTJ. Skák lífsins. (Eptir prófessor Thomas Huxley *.) Setjum nú svo, að það væri víst, að líf og farsæld okkar allra, hvers um sig, væri komin undir þvi, að við gætum unnið í skák- tafli. Ætli við færum þá ekki að bera okkur að læra að tefla skák? Ætli nokkur væri í rónni, fyrri en hann að minnsta kosti þekkti skákmennina og kynni nokkurnveginn mannganginn? Ætli við mundum ekki hafa stækustu andstyggð á þeim föður, sem ljeti son sinn alast upp, eða þvi ríki, sem ljeti þegna sína alast upp, án þess að læra að þekkja »kónginn« frá »peðinu«? 1 Nafntogaður enskur spekingur og náttúrufræðingur, sem er nýlega dáinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.