Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 51
5i
í Noregi er lukkan hjá sjer heima,
vjer sitjum allir eins og þykir skárst,
og ekki er stórt að berjast við nje fást,
leiksviðið tómt, svo lýðinn fer að dreyma.
Nei, látum andann lítið betur sveima! —-
Kom, þú sem flögrar, seg oss hvað þú sást,
þvi sízt þarf nú um meinleg bönd að fást,
loptið er vítt og lásar engir geyma!
Hið ytra band er brotið þvert með lögum,
og hreiðrið laust í lopti trú eg hangi:
upp, góðir ungar, varpið fjaðra fargil
Það heyrist ys og skrölt í skógar drögum,
því seint að innan vaxa frá eg vængi,
en nefin sjást og nóg má heyra af gargi.
Eitt gaf oss frelsið, nýtt þó nefni fáir:
ritdóm, en þó með lúalegu lagi,
því vott og þurt, af eins sem öðru tagi,
með sama dómi er dæmt, ef að þú gáir.
Og hvort þú ritar, ræðir, syngur, sáir,
og þó þú finnir gull í gömlu flagi,
þá er þjer hneysa vís af versta slagi —
lofgjörðarskrumi nema áður náir.
Að lofa Norðmann, gamalt er og gleður, —
ef eigi sakir sjálfs hans, þá hans lands,
því lengi varir heiður mikils manns,
ef ekki þinn — þá áttu fræga feður.
En þetta lof er viðsjált mærðar-veður;
því sjálfur áttu að fá þjer frægðarkrans,
og læra að meta hverja sök til sanns,
en ekki dramba annars fjöðrum meður.
4’