Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 2
2
um hin sjerstaklegu málefni íslands gefin. Það má því svo að
orði kveða, að þessi tvenn lög myndi í sameiningu grundvallarlög
íslands. Það liggur næst að skoða þau sem tvo kafla í einni
stjórnarskrá, þar sem fyrri kaflinn ræðir um hin almennu málefni
landsins og stöðu þess gagnvart alríkinu, en hinn um hin sjerstak-
legu málefni eða skipun löggjafarvaldsins, framkvæmdarvaldsins og
dómsvaldsins að því, er þau snertir.
Hins vegar gilda grundvallarlög Dana ekki á Islandi. Af því
að sumir þó álíta þetta vafamál og svo lítur út, sem stjórnin eða
hið íslenzka ráðaneyti sje á þeirri skoðun, að grundvallarlögin gildi
á íslandi, verð jeg að reyna að rökstyðja skoðun mína í því efni
nokkru ýtarlegar.
Samkvæmt gildandi lögum áður en grundvallarlögin komu út
gátu engin dönsk lög náð gildi á íslandi, nema þau væru auglýst
á ákveðinn hátt á íslenzku í landinu sjálfu (sbr. tilskip. 21. des. 1831
og hæstarjettardóm 9. des. 1842). Þessi regla hlaut að gilda alveg
eins um grundvallarlögin eins og hver önnur lög, og þar sem
grundvallarlögin nú aldrei hafa verið auglýst á íslandi, þá geta
þau heldur ekki gilt þar.
Það var að vísu upprunalega ætlazt svo til, að grundvallar-
lögin skyldu líka ná til íslands og einmitt þess vegna vóru full-
trúar af íslands hálfu á ríkisfundinum 1848. En með því að ís-
land hafði ávallt áður verið sjerstakt löggjafarsvið, þannig að það
var engan veginn sjálfsagt, að lög, sem vóru gefin fyrir Danmörku,
skyldu einnig ná til íslands, heldur varð að ákveða það sjerstak-
lega og leita um það ráða alþingis eða íslendinga, hvort svo skyldi
vera, þá hlutu menn að beita sömu aðferðinni gagnvart grund-
vallarlögunum, enda var ákveðinn skildagi settur fyrir því, að gildi
þeirra næði til íslands, þegar áður en þau lög vóru gefin. I’að
var nefnilega ákveðið með konungsbrjefi 23. sept. 1848, að þau
grundvallarákvæði, sem kynnu að vera nauðsynleg vegna hinna
sjerstöku staðhátta íslands til þess að skipa fyrir um stöðu þessa
landshluta í ríkinu, skyldu ekki verða ákveðin að fullu og öllu,
fyrri en íslendingar væru búnir að láta uppi álit sitt um það á
sjerstöku þingi í landinu sjálfu, enda skyldi það, er nauðsynlegt
væri í því efni, verða lagt fyrir næsta reglulegt alþingi. Samkvæmt
þessu stakk grundvallarlaganefndin upp á því, að skilyrði það fyrir
gildi laganna á íslandi, sem sett var í konungsbrjefinu, yrði bein-
línis tekið fram í lögunum. Þegar til atkvæða kom, varð þó ekkert