Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 41

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 41
4i lög á milli. Eða fljót báru leir, sand og möl í skógana, svo að þeir grófust í jörðu, og þar sem skógar opt hafa eyðilagzt af árburði og sprottið upp aptur, fer á sömu leið, að steinkolalög og leirflögur, sand- steinslög o. s. frv. skiptast margopt á; þannig eru t. a. m. við Saarbrucken á Pýzkalandi 230 steinkolalög, hvert yfir öðru, en aðeins 88 af þeim eru svo þykk eða góð, að það svari kostnaði að brjóta þau. Ekki hefur þó rás viðburðanna allt af verið eins og hjer er lýst að framan; sumstaðar hafa steinkolin myndazt á stórum mýrlendum sljettum langt uppi i landi, og er þar ekkert kolakalk (kalksteinn frá kolatímabilinu) undir þeim; annarstaðar er nærri því engin önnur jarðlög að finna frá kolatímabilinu en kalk, t. a. m. á Irlandi. Pvi hefur verið haldið fram, að steinkolalögin sjeu mestmegnis mynduð af rekaviði, sem árnar hafi skolað út í stöðuvötn og flóa, eins og t. a. m. Mississippi fleytir heilum eyjum af samflæktum trjástofnum o. s. frv. út i Mexikóflóann, en ekki hafa nánari rannsóknir staðfest þá skoðun; þó er næsta liklegt, að stöku steinkolalög, sem eru mjög óreglu- leg og liggja innan um jarðlög mynduð á sjávarbotni, sjeu til orðin á þennan hátt. En flest steinkolalög eru, auk ýmislegs annars, sem siðar skal drepið á, alltof jafnþykk á ákaflega stórum svæðum til þess að þau geti verið upprunnin af rekaviði. Frakkneski visindamaðurinn Fayol hefur nýlega komið fram með kenningu eigi ósvipaða rekaviðarkenningunni, og mun hún vera alveg rjett, þar sem um þau steinkolalög á Frakklandi er að ræða, sem hann hefur rannsakað. Par sem steinkolalögin eru núr segir Fayol, hafa áður verið stór vötn og í þau hafa runnið ár, er fluttu með sjer sand, möl og leir, en einkum mikið af jurtaleifum, stofnum, blöðum o. fl. Par sem árnar fjellu út í vatnið urðu nú eyrar, og lagðist mölin á botninn næst árósunum; sandurinn hlóðst niður nokkru fjær, enn þá lengra burtu settist leirinn til botns, en lengst úti á botni vatns- ins söfnuðust jurtaleifarnar fyrir. Smátt og smátt uxu eyrarnar, mölin, sandurinn og leirinn færðust lengra út i vatnið og hlóðust ofan á jurta- lagið á vatnsbotninum, en jafnframt færði jurtalagið einnig út svið sitt og gekk svo koll af kolli, unz árburðurinn var búinn að fylla upp i vatnið, og var þá neðst jurtalagið, steinkolalagið, sem nú er, og ofan á því hallandi lög af leirflögum, sandsteini o. s. frv.; en þar eð sáld- unin hafði ekki alltaf verið eins fullkomin og hjer var gjört ráð fyrir, eru hjer og hvar innan um smá leirblandin kolalög eða kolblandin leirlög. Pað liggur í augum uppi, að hinir ýmsu hlutar steinkolalags, sem er myndað á þennan hátt, geta ekki verið jafngamlir. Pessari kenningu til sönnunar nefnir Fayol meðal annars, að samsetning kolanna er mjög mismunandi á ýmsum stöðum; sumstaðar eru eintómir stofnar saman, á öðrum stöðum blaðaleifar og enn annars staðar eintóm fræ, og sýnir þetta ljóslega, að vatnið hefur svo að segja sáldað jurtaleifarnar. Enn eru sumstaðar tóm barkarhylki samþrýst, er sjálfur viðarstofninn hefur skolazt út úr, og margt fleira telur hann sínu máli til styrkingar, enda er vist um það, að ýms steinkolalög eru tilkomin á þennan hátt. En þar sem sumir hyggja, að svona sje myndunarsaga langflestra kolalaga, þá nær það engri átt; þau liggja allflest á sömu stöðum og skógarnir, sem þau eru upprannin af, eins og áður er lýst. Má telja því mjög margt til sönnunar. Leirflögurnar undir steinkolunum eru fullar af rótum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.