Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 43

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 43
43 bergið. Ekki verður það við nánari ihugun sennilegt, að gufuhvolfið hafi verið svo mjög auðugt af kolsýrulopti á þessu tímabili. Pað er athugavert, að það kolefni, sem í steinkolunum er, verður hverfandi, sje það borið saman við kolefnið í öllum kalksteini (kolasúru kalki) á jörðunni; væri aðeins Viooo af kolsýrunni úr kalksteininum kominn út í loptið, þá væri engum dýrum lift á jörðunni. Sannleikurinn mun vera sá, að kolsýran eyðist smátt og smátt af ýmsum ástæðum og mundi andrúmsloptið fyrir löngu vera orðið kolsýrulaust, ef ekki ávallt streymdi upp úr jörðunni, einkum i eldfjallalöndum, ný kolsýra til að fylla upp í skarðið. Mun kolsýruinnihald loptsins ávallt síðan í fornöld jarðar hafa verið nokkuð svipað og liggja til þessa mörg rök, sem hjer verða ekki nefnd. En hvernig stendur þá á þessum mikla gróðri svo norðariega, og hvað má valda því, að menn hitta fyrir sömu jurtategundir norður i kuldabelti og suður undir hitabelti? Pessum spurningum verður enn .sem komið er ekki svarað til fulls, en ýmislegt hafa menn þó að styðj- ast við, er þeir reyna til að gjöra sjer grein fyrir ástandi jarðarinnar á þessum timum. Jarðlögin sýna, að á kolatimabilinu hefur þurlendið á norðurhveli jarðar verið mjög sundurlaust, og liggur þá nærri að halda, að heitir hafstraumar, eins og golfstraumurinn nú, hafi lagzt langt norður eptir á milli eyjanna og komið til leiðar eyjaloptslagi með likum blæ á rnjög stórum svæðum. En trjáburknarnir, jötunjafnarnir og eltingarnar hafa getað breiðzt út yfir svona stór landflæmi vegna þess, að þá vóru þessar jurtir einar um hituna; blómjurtirnar, sem nú eru hættulegustu keppi- nautarnir, vóru þá ekki komnar til sögunnar. Darwin hefur sýnt, að það er ekki loptslagið, sem setur útbreiðslu jurtanna takmörk, heldur baráttan fyrir tilverunni; allar jurtir má rækta i görðum fyrir utan sin náttúrlegu takmörk, og er það vegna þess, að þar þurfa þær ekki að berjast við keppinauta, sem eru betur lagaðir fyrir loptslagið. Þegar blómplönturnar risu upp, þá hrökkluðust hinar óæðri plöntur undan þeim suður á bóginn, margar dóu út, og nú á dögum eru trjáburknarnir í hitabeltinu þær plöntur, er minna mest á steinkolaplönturnar af því tagi; hafa þeir nú um margar miljónir ára vanizt heitu loptslagi og þrifast ekki annars staðar. En allt um það er rangt að álykta af trjáburknunum i kolalögunum, að loptslag á kolatímabilinu hafi verið likast þvi, sem nú er í milli hvarfbauganna. Pað hefúr orðið til þess að gjöra allt þetta mál enn þá flóknara, að menn hafa á siðari árum komizt að því, að á ofanverðu kolatima- bilinu hefur í Suðurafriku, Suðurástralíu og á Indlandi verið kalt lopts- lag, og sjest það bæði á plöntuleifum frá þeim tima og á jarðlögununt, sem víða bera það með sjer, að ís hefur unnið lað myndun þeirra. Er þetta ákaflega merkilegt og vonandi, að nákvæmari rannsóknir muni með timanum koma mönnum í skilning um margt, sem nú er óskiljan- legt. En nú sem stendur sjást engin ráð til þess að gjöra grein fyrir því, að einu sinni i fornöld jarðar vóru stórvaxnir skógar norðúr undir heimskauti, en jöklar suður um Afriku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.