Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 61
6i
Fyrir neðan myndina var stór skápur með kvennbuningi; einkum
var þar töluvert af faldbuningi. Til beggja handa efst var tjaldað ábreið-
um og reflum, en þar fyrir neðan var öðrum megin glerskápur með
allskonar kvennsilfri, en hinum megin glerkassi með smástúlkum í; var
ein þeirra búin brúðarbúningi, önnur i upphlut, þriðja i hátiðabúningi
eða faldbúningi. Þar var og krói einn i skírnarbúningi. Mikið var
þar af íslenzkri tóvinnu, og á gólfinu sat stúlka i peysubúningi við rokk-
inn sinn og kvað:
Úr þeli þráð að spinna
mjer þykir næsta inndæl vinna o. s. frv.,
en svo lágt að enginn
heyrði það, þvi stúlk-
an var úr vaxi og spýt-
um, en svo var um
allar þessar íslenzku
stúlkur, og þótti mörg-
um það mein.
Par voru Grænlend-
ingar snjallari eða rjett-
ara sagt Danir þeir,
sem áttu og gerðu úr
garði grænlenzku sýn-
inguna. A henni sat
grænlenzk kona i ut-
saumuðum selskinns-
fötum við hannyrðir
sinar. Pess þarf eigi
að geta, að hún var i
sparifötunum sinum,
vel gerðum að græn-
lenzkri tízku, prýdd
með rauðum selskinns
bryddingum og perl-
um. Hún var i brók-
um, eins og títt er um
konur á Grænlandi, og
með rautt silkiband um Grænlenzka stúlkan við vinnu sína.
hárið, en það þýðir, að
hún var ungfrú eða ólofuð. Þó er þess eigi getið, að neinn yrði tiljað
biðja hennar.
Svo barnsleg og uppburðarlitil sem hún sat þarna við vinnu sína
alltaf í sama horninu, þá hefur hún þó einna mest stutt að því, að
ekkert var að líkindum skoðað optar á allri sýningunni en einmitt græn-
lenzka sýningin. Allt, sem þar var, var lika samvalið og einkennilegt,
hvað öðru likt að sniði og gerð, en öllu öðru ólíkt. f*að var ein heild
fýrir sig og sýnishorn af annari menntun og öðru mannlífi, sem er
óskylt með öllu lífi voru eða Dana, eða annara menntaðra Norðurálfu
þjóða.
Sökum alls þessa hlaut grænlenzka sýningin að vekja mikla eptirtekt,