Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 34
34 svona bar saman öllum orsaka-skilyrðum hlákunnar, fyrir tilstilli hinnar dularfullu náttúru. En hvernig sem þessu var háttað, þá rofnaði hríðarhamurinn daginn fyrir sólstöðurnar. Himininn heiddi úr hafi og gerði skarpa frost. Sólstöðudaginn var reglulegur norðlenzkur hlákubróðir: Há- sunnan ofsa skafrenningur og þám í lopti. Svo gerði mara-hláku, sem stóð i þrjá daga. Skörulegri fátækraþurkur, en þessi, hafði ekki komið í manna minnum. Mátti þá sjá marga þvottasnúru svigna undan drifhvítum nærklæðum og fjöllitum millipilsum, sem göptu í sig goluna og flöksuðust alla vega. Svo frysti milli jóla og nýjárs. Það var glatt á hjalla í sveitinni um jólin, og góður fagnaður í mat og drykk. Börnunum. var gefið kerti og einhver spjör, sokkar eða skór, til þess þau þyrftu ekki að klæða köttinn. Vinnu- konurnar áttu sig sjálfar þann tímann, og máttu þær fara hvert sem þær vildu, eða vera heima og vinna fyrir sig. Nýjársdagur rann; skundaði yfir landið og heilsaði fólkinu með gleðibrosi, enda hafði hann ekki ástæðu til sorgar. Hann var i laufljettum híalínsbrókum, sem drottningin í landinu austur af Sól hafði gefið honum þá um morguninn. Yfir herðarnar hafði hann varpað heiðblárri skikkju, sem hann þá í jólagjöf af konung- inum í landinu fyrir vestan Mána. Grárenndur þokubakki lá í hálfgildings bóndabeygju út við hafsbrún; að öðru leyti var himininn heiður. Hægur og frost- mildur andvari stóð af landi framan eptir dalnum, og hafði hann ærinn fjölda af svuntum, til þess að gamna sjer að, sem drifu hvaðanæva að kirkjunni á Velli. Hlátrar, orðaglamur og frost- dynkir kváðu við um þveran og endilangan dalinn. Flestir húfuskúfar prestakallsins, sem áttu kvennvanga í vitum sínum, til þess að halla sjer að, voru nú á lopti. Það ræður að líkindum, að skúf Sigrúnar hafi ekki vantað í hópinn. Hann var greiddur og strokinn rækilega um morguninn. Auk þess var tjöldi af utansveitar herðaklútum — og kvennfólki. Aptur á móti var miklu færra af höttum og »oturskinnshúfum«. Karlmennirnir höfðu fengið að taka mestu ærslin úr ganglimunum í illviðrinu um veturinn, við útiverk heimavið og beitarhúsagöngur. Sumir voru sendir i kaupstaðinn eptir »smávegis« til jólanna. Sumir þurftu að gæta þess, að ánum gæfist kostur á, að eignast lömb, tuttugu vikum eptir nýjár, og áttu þeir jafnframt að sjá um,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.