Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 22
22 þegar tilfinningin um sannindi vísindanna og fegurð listanna er búin að festa rætur í sálu hans, og honum er vaxinn fiskur um hrygg, þá kemur til hans kasta að taka við af kynslóð þeirri, sem er að hníga í valinn, og gjöra þekkingu sína arðberandi í þarfir þjóðarinnar. Með honum berast svo straumarnir í ræðum og ritum landshorna milli, inn á hvert einasta heimili. Háskólinn er að ytri ásýndum eigi sjerlega ásjáleg bygging. Pó getur mönnum varla blandazt hugur um, að það er háskólinn, eða að minnsta kosti einhver menntastofnun, er blasir víð sjónum, þegar mann ber þar að. Dyrnar eru geysistórar og breið steinrið upp að ganga, auðsjáanlega til þess ætluð, að æskulýðurinn geti ruðzt þar um eptir vild sinni, er hann kemur þjótandi í þjettum hnapp eins og stóð á fjalli með ærsl og læti. Yfir dyrum uppi stendur örn úr málmi, ímynd hins háfleyga anda, og eru þeási orð skráð á fótskör hans: Cœlestem adspicit lacem o: hann horfir mót himinsins ljósi. Beggja vegna við dyrnar standa brjóstlikneski þriggja af hinum merkustu kennurum háskólans, er nú eru látnir. fað eru þeir Schouw náttúrufræðingur, Madvig málfræð- ingur og Clausen guðfræðingur. Pegar inn er gengið verður fyrir stórt og víðáttumikið fordyri og blasa þar við augum litmyndir á veggjum og tvö geysistór líkneski úr marmara af vísindagyðjunni Aþenu og lista- guðnum Apolló. Beina sjónhending frá inngangsdyrum liggur hátíðasalur háskólans, prýddur geysistórum litmyndum pentuðum á sjálfa veggina og glitaður hinum fegurstu litum hátt og lágt. Frá fordyrinu liggja göng til beggja handa bæði uppi og niðri og frá göngunum fjöldamargar dyr inn i kennslustofurnar. Pangað flykkjast nemendur eins og lömb í stekk, hver flokkur sjer, guðfræðingar sjer, málfræðingar sjer o. s. frv. Við austurhlið háskólans er bókhlaða hans. Fað er snotur bygging úr rauðum tígulsteini byggð i smekklegum stil. Par er Mímisbrunnur nor- rænna fornfræða, þvi þar er geymt hið islenzka handritasafn Arna Magn- ússonar, og er Dr. Kalund Fáfnir þess gullsjóðs, en ólikt betri viður- eignar fyrir þá, sem ná vilja i gullið. Við háskólann eru geysimargir kennarar og eru ýmsir þeirra nafn- kunnir vísindamenn. Einn af þeim, er mest áhrif hefur á æskulýðinn, þótt eigi sje hann frægastur visindamaðurinn, er kennarinn i heimspeki, Harald Höýding. Pað er varla unnt að hugsa sjer mann, er öllu betur sje til þess fallinn að vekja æskumanninn og opna augu hans fyrir þýðingu lífsins og öllu því, sem fegurst er og mikilfenglegast i visindum og fögram listum. Starf hans er þó engan veginn auðvelt. Hann tekur árlega við ungum stúdentum svo hundruðum skiptir úr ýmsum áttum. Flesta þeirra hafa lærðu skólarnir með andlausu og þurru stagli gjört að nokkurs konar andlegum hrokkinskinnum. Nú kemur til hans kasta að blása aptur á ný lifandi anda i nasir þeirra, að leiða fram fyrir augu þeirra hinar mörgu og miklu gátur, er verið hafa viðfangsefni mann- legrar sálar frá alda öðli, og um leið að gjöra þá að sjálfstæðum hugs- andi mönnum. Fyrir margan ungan nemanda hafa fyrirlestrar hans orðið vegurinn, sem til lífsins hefur leitt, til hins andlega lifs, og borið þúsundfaldan ávöxt. Feir hafa haft sömu áhrif eins og vökvandi regn- skúr á skrælnaðan jarðveg. Öll lífsöfl, er liggja þar falin í innsta skauti, taka að hrærast, og innan skamms vex þar upp ilmandi blómskrúð, er áður var sólbrunninn svörður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.