Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 59
59
Hluttaka islenzkra kvenna í kvennasýningunni tókst vel, og er það
ef til vill i fyrsta sinni, að íslendingar hafa tekið svo þátt i sýningu
annara landa, að þeim sje sannur sómi að því. Konur þær, sem hafa
gengizt fyrir þessu, eiga miklar þakkir skilið. Eins og kunnugt er, voru
það frúrnar Elínborg Thorberg og Kristin Krabbe og fröken Sigriður Jónassen
i Kaupmannahöfn, en fmrnar Elin Stephensen, Maria Finsen og þóraeThór-
oddsen i Reykjavik. Þær Kr. Krabbe og Sigr. Jónassen tóku á móti mun-
unum frá Islandi og skipuðu
þeim á sýninguna; var það
bæði töluvert erfiði ogvanda-
verk.
Pess ber og að geta, að
ráðgjafi Islands, herra Nelle-
mann, veitti 500 kr. af Clas-
senska erfðasjóðnum til ís-
lenzku kvennasýningarinnar;
en án þessa fjárstyrks hefði
hún eigi getað orðið viðun-
anlega úr garði gerð.
Rað var nú töluverður
óhagur að þvi fyrir for-
stöðukonur íslenzku sýning-
arinnar, að framan af gekk
lengi i ólestri og ósamlyndi
meðal kvenna þeirra, er voru
í aðalstjórn sýningarinnar.
Sökum þess varð timinn
svo naumur til undirbún-
ings, og kom það sjer illa,
að þvi er ísland snerti, eins
og auðskilið er, sökum fjar-
lægðar þess og samgangna-
leysis. Ró rættist úr þessu
vonum fremur, því konur í
Reykjavik og þar i grennd
gerðu það, sem i þeirra
valdi stóð, til þess að styðja
sýninguna, en aðrar fengu
varla færi á þvi.
Sýningin var í byggingu
iðnaðarfjelagsins; fyllti hún
þar allan stóra salinn, er
ýmsir Islendingar, er hjer hafa dvalið, kannast við, og auk þess all-
margar stofur.
Islenzka sýningin íjekk rúm á góðum stað i stóra salnum; var það
í stúku eða bás einum milli tveggja súlna. I sal þessum eru slíkar stúkur
Kvennmynd
íslenzkum faldbúningi.
nú um langan aldur, mun hafa mælzt jafnilla í útlöndum og sölu Geysis.
Öllum, sem á það minntust, þótti það mesta smán fyrir ísland. Getur þá-
verandi þingmaður Snæfellinga, dr. Jón Þorkelsson, hrósað sjer af því, að
hafa þar komið nokkru til leiðar.