Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 39

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 39
39 Mór og kol. II. Kol. Það er sannkölluð kolaöld, er vjer lifum á, ekki i þeim skilningi að náttúran leggi óvanalega mikið upp af þessu þýðingarmikla efni, eins og átti sjer stað á þvi tímabili i sögu hnattarins, er jarðfræðingar nefna þessu nafni, heldur þvert á móti. Nú hafa mennirnir lært að færa sjer þau auðæfi í nyt, er um svo langan aldur höfðu legið fjötruð i fylgsn- um jarðarinnar; kolaeyðslan fer óðum vaxandi, og i meira en einum skilningi er óhætt að fullyrða, að nútiminn fær sinn blæ af þessum »svörtu gimsteinum«. Það eru kolin, er knýja eimskipin áfram á rnóti vindi og sjó og láta eimlestirnar þjóta yfir löndin með geysihraða; á kolunum byggist nærri allur hinn feiknamikli iðnaður nútímans. I stuttu rnáli, það er kolunum að þakka, að verzlun og samgöngur hafa komizt á sitt núverandi fullkomnunar stig, og einnig um steinkolin má með rjettu segja, að þau sjeu »afl þeirra hluta, er gjöra skal«. Saga. Englands á þessari öld sýnir ef til vill flestu öðru betur þýð- ingu steinkolanna. Árið 1801 vóru ibúar i sjálfu Englandi um 9 milj.; nú búa i landinu yfir 29 milj. En nú er þess að gæta, að einmitt um síðustu aldamót tóku Englendingar af alvöru að fást við námugröpt og þá einkum og sjerílagi kolagröpt. En við námugröptinn styðst iðn- aður Englendinga og heimsverzlun, og er því ekki ástæðulaust, að setja þessa gífurlegu fólksfjölgun í samband við kolin. Flestöll steinkolalög, er menn vita af, eru frá kolaöldinni og þykir því við eiga, að minnast lauslega á sitt hvað af þvi, er vísindin kunna að segja frá því tímabili í sögu jarðarinnar. Jarðsögunni hafa menn skipt niður i frumtiö, fornöld, miðöld og nýjuöld, en hverjum þessara kafla er svo skipt i smærri tímabil og er kolatímabilið seint á fornöldinni. Eins og sagnfræðingarnir byggja mannkynssöguna á fornum ritum, skjölum, myntum o. s. frv., eins leitast náttúrufræðingarnir við, að komast eptir sögu jarðarinnar á umliðnum tímum með þvi, að reyna að finna og þýða þau vegsummerki, sem orðið hafa af rás viðburðanna. Pað, er einkum kemur til greina, eru þær menjar, er lifið á jörðunni, dýr og jurtir, hefur látið eptir sig; sjerilagi eru dýrin merkileg. Jarðlögin eru eins og heljar-mikill kirkjugarður, sem hefur að geyma leifar þeirra jurta og dýra, er lifað hafa og ekki algjörlega sundurliðazt eptir dauðann; en þótt jarðfræðingunum smámsaman hafi tekizt að safna og lýsa um 100,000 tegundum af útdauðum dýrum, þá liggur í augum uppi, að það er aðeins örlítill hluti þeirra dýra, er lifað hafa frá upphafi veraldar; sama er að segja um jurtirnar. Geysimiklar breytingar hafa orðið á náttúrunni siðan á kolatíma- bilinu, enda er æðilangt liðið frá þeim tima; engin ráð eru til þess að gizka á árafjöldann með neinni nákvæmni, en víst er um það, að tíma- lengdin skiptir miljónum ára. Á kolatímabilinu vóru ekki til nein spen- dýr, fuglar eða skriðkvikindi (eins og t. a. m. krókódilar eða slöngur). Æðstu hryggdýrin vóru hinir svonefndu brynhöfðar, ntjög einkennileg dýr, er að sumum einkennum vóru eins og skriðdýr, en að öðrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.