Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 57
57 hann kæmi ekki. Þessi skoðun kom t. a. m. í ljós, þegar sýningin mikla var haldin i Kaupmannahöfn 1888 og eins nú í fyrra vetur (1894—95), er rætt var um hluttöku íslenzkra kvenna í kvennasýningunni. Menn þeir, sem hafa látið slíka skoðun í Ijósi, hafa eigi gætt þess, að þegar allsherjar sýningar eru haldnar i Kaupmannahöfn fyrir allt rikið og öll Norðurlönd, þá er ísland tekið með, hvort sem Islendingar taka þátt i sýningunni eða eigi. Sýningarnefndirnar eða þeir menn, sem eru í þjónustu þeirra, tína eitthvað saman frá Islandi og sýna það, svo að einhver merki um Island sjeu þar eins og um Færeyjar og Grænland; er eigi hægt fyrir Islendinga að ráða við það. En menn koma þúsund- um saman á slíkar sýningar viðsvegar að, bæði af Norðurlöndum og öðrum löndum, sjá þar sýningu íslands, en enginn er til frásagnar um, hvernig sýning sú er til orðin. Allir halda, að Islendingar hafi gert hana úr garði, og auðvitað gert það eins vel og þeir geta. Enn fremur er annað athugavert í þessu máli, og er það höfuð- atriði. Bæði hjer og annars staðar i útlöndum eru menn mjög ófróðir um flest, er Island snertir. Margir ætla að þar búi hálfgerðir eða jafn- vel hreinir og beinir skrælingjar. Flestallir hafa annað að hugsa, en að afla sjer þekkingar á íslandi og lífi íslendinga. ísland er of fjarri öðrum löndum og á of lítið við útlendinga saman að sælda, til þess að þeir hafi áhuga á því. Svo fáfróðir sem menn eru um Island hjer í Dan- mörku, er þó almenningur hálfu ófróðari um það i öðrum löndum, eins og von er, af því að Danir hafa mest mök við oss; Vilji menn stað- festa þá skoðun, sem ýmsir útlendingar hafa um Island, að það sje i raun rjettri skrælingjabæli, þá er ráð til þess, að taka engan þátt í sýn- ingum erlendis, og láta aldrei sjást þess merki, að leyst sje nokkurt nýtilegt eða fagurt verk af hendi á íslandi. Ef Islendingar vildu svo halda áfram stefnunni, þá eiga þeir aldrei að fræða útlendinga að neinu gagni um Island og hag þess, því það væri eins og þeir staðfestu þessa skoðun á sjer með eigin undirskript og innsigli. Og vilji menn enn bæta gráu ofan á svart, þá væri það þjóðráð, að þverskallast sem mest við allri skynsemi og halda við gömlum óþrifnaði, þar sem hann á sjer enn stað, og hinum alræmdu afkvæmum hans, holdsveikinni og sulla- veikinni, því það væri svo skírt vitni ofan á allt hitt, er útlendingar kæmu til Islands, að Islendingar fengu eigi meira á unnið, þótt allir vitnisbærir menn í landinu staðfestu með eiði allt hið.versta, sem um þá hefur verið sagt, frá því að Blefken sálugi var uppi og allt til vorra daga. En sje það aptur á móti almennur vilji Islendinga, að útlendingar fái sem rjettasta skoðun á þeim, og vilji þjóðin reyna að afla sjer nokk- urrar virðingar meðal annara þjóða, þá er það einkaráð til þess, að taka sjer fram í öllu fögru og nýtu, laga það, sem i ólagi er, og fræða út- lendinga um hag vorn, störf og framfarir. Má bezt gera það með því, að taka þátt í sýningum erlendis eptir megni og láta þá sjá þannig, hvernig umhorfs er hjá oss. Enn fremur má gera það með ræðu og riti, ekki sízt með því, að rita góð rit um æfidaga vora, ýms málefni og land vort. Ef vjer höfum þetta hugfast og förum að því, þá munu Islendingar afla sjer meiri virðingar, en þeir hafa nú, og fá á sig annað orð, en þeir hafa nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.