Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 35

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 35
35 að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stóð, að kýrnar legðu til efni í ábrystir hálfum mánuði fyrir næstu veturnætur. Mesti fjöldi fólks var við kirkjuna um daginn. Þegar embættis- gerðinni var lokið, voru nokkrir, heldri bændur kallaðir, ásamt konum sínum, inn í bæ, til þess að drekka kaffi. Unga fólkið skundaði þegar til þinghússins, og var hiklaust byrjað að dansa. Svo sem að framan er greint, var fleira af konum en körlum við kirkjuna. Sama hlutfall gilti og í þinghúsinu. Karlmennirnir höfðu því heldur en ekki úr að velja, enda drápu þeir eigi hendi við náðargáfunum. Utansveitar-ungfrúrnar urðu einkum fyrir val- inu. Þær voru á sinn hátt eins og nýmjólk fyrir þess manns munn, sem vikum saman hefir ekki bragðað annað mjólkurkyns en ásauðar-geldingu, sem hákarls-maga þarf til að melta. Þegar svona lágu spilin, var eigi kynlegt, þótt fölva brygði yfir toginleitu ásjónurnar. Þeim, sem þær áttu, var fyllilega ljóst, að fleirum dýrum en rökkunum hættir til að byrja á þeirri krás- inni, sem gómsætust er fyrir bragðtaugarnar, færa sjer hana í nyt, en leifa hinu. Mest var ösin kring um hreppstjóradæturnar frá Bjargi. Hrepp- stjórinn, faðir þeirra, átti ekki kirkjusókn að Velli, og voru þær því nýir gestir og kærkomnir. Þær voru stöðugt á fljúgandi ferð- inni. Þegar Jón og Sigurður leiddu þær til sætis, þá komu þeir Pjetur og Páll, og svo koll af kolli. Hópur af tindrandi vonar- au^um hjekk á þeim öllum megin, og fjöldi af öfundar hornaugum þar að auki. Vesalings Sigrún sat tímunum saman úti í horni; það var sem piltarnir sæju hana ekki. En þá sjaldan sem þeir »buðu henni upp«, hneigðu þeir sig svo kuldalega og sveifluðu henni svo hrana- lega kring um sig, án þess að hvísla að henni einu orði, að sjúkri ímyndun — auk heldur þá heilbrigðri skynsemi — hlaut að liggja í augum uppi, að það var afsökunin, sem ljek með grímu fyrir andlitinu, en að nautnin og löngunin hnipruðu sig að hurðarbaki og sneru andlitum til veggjar. Undir danslokin fjekk hún þó góðan sprett í »vefara« og »sextúr«. Þeir dansar ganga jafnara yfir en samloku-dansarnir, Seinast var farið í »pantleik«. Sá, sem fyrir leiknum stóð, settist á stól, ljet húfu í knje sjer og ljet i hana pantana. Ægði þar öllu saman: pyngjum, lyklum, vasaklútum, hnífum og sokka- böndum. — Sigrún ljet sokkabandið sitt í pant. Það var krossofið 3*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.