Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 33

Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 33
33 aðinu. Nokkrar lausaflugur höfðu borizt með vindinum, en það var ekki bitvargur, heldur rykmý, og veitti því fólkinu auðvelt að ■ sópa þeim jafnóðum framan úr sjer. Allir elskuðu sjera Jón gamla af heilum hug og leituðu ráða til hans í öllum vandamálum, enda var hann hjálpfús maður og góðgjarn. Ef einhver pilturinn vildi ná sjer í heimasætu fyrir konu, var sjálfsagt, að faðir stúlkunnar spyrði sjera Jón til ráða. Færi svo, að hann fýsti ráðsins, mátti ganga að því vísu, að ung- frúin flytti sig fyrr en seinna úr heimasætu-hægindinu upp í konu- bekkinn. En ef prestur latti þess, að faðirinn gæfi kost á ráða- hagnum, þá urðu hjónaleysin að taka til sinna ráða og gera alvöru úr gamninu, ef hugmyndin átti að verða að framkvæmd. Kirkjustaðurinn, sem Sigrún átti kirkjusókn að, þegar hjer er komið sögunni, lá í miðri sveit. Þar höfðu bændur nýlega byggt þinghús; stóð það kirkjunni til annarar hliðar og var skammt í milli. Sú skoðun var ekki gengin til öndvegis í sveitinni, að ríki og kirkja væru tveir fjendur, sem nauðsynlega þyrftu að sitja sitt á hvorum enda veraldar. Söfnuðurinn og þingheimurinn höfðu sömu haga fyrir hestana og sömu rjett, voru í sömu klæðum á báðum stöðum, drukku kaffi úr sömu bollum í hvorumtveggju erindagerðunum o. s. frv. Auk þess var og þinghúsið haff til þess, að halda í því dansleiki eptir messu á sunnudögunum. Nokkrir ungir framfaramenn höfðu fengið til þess leyfi hreppsnefndarinnar og hafði kirkjurækninni farið mikið fram fyrir þessa snjöllu fyrirtekt. Það var sigið á seinni hluta jólaföstu, og börnin töldu dagana til jólanna með óþreyju. Það hafði viðrað illa, það sem af var vetrinum; sífelldar hríðar, áfrerar og umhleypingar. Snjóinn dreif niður hvaðanæva, svo varla varð komizt bæja á milli. Það sá varla til sólar alla jólaföstuna, svo klukkurnar yrðu settar rjettar á bæjunum, og enginn kostur að þurka vatn úr lepp. »Ef hann þiðnar nú ekki úr sólstöðunum, þá verður þetta þrjátíu vikna skorpa«, sögðu gömlu mennirnir. »Fátækraþurkurinn hefir aldrei brugðizt í mínu minni; jeg vona, að blessaður himnafaðirinn sendi okkur nú hláku fyrir jólin«, sögðu gömlu konurnar. Sólstöðurnar bar upp á mánudag og þá kviknaði tungl í suð- vestri. Mánudagstungl í suðvestri! Gömlu mennirnir sögðust ekki muna eptir því, að hann hefði ekki blotað einhvern tíma á hverju mánudagstungli. Það var ómögulegt annað en hann þiðnaði, þegar 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.