Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 21
21
heldur og á stundum og meðfram bæði Norðmenn og Svíar. Petta
kemur til af þvi, að Kaupmannahöfn eigi aðeins liggur vel við fyrir
farmenn og ferðalanga, heldur verður hún einnig á vegi fyrir straumum
heimsmenntunarinnar, er þeir leita norður á bóginn. Flestallar andlegar
hreyfingar, er gjöra vart við sig hjá stórþjóðunum, komast þangað von
bráðar, þó hægt og sígandi fari stundum; staðnæmast þær í bili, áður
þær haldi lengra norður og ná að umskapast eptir eðli og þörfum þjóðar-
innar. Pegar svo Norðmenn og Svíar taka að leita fyrir sjer og freista
að ná uppsprettum heimsmenntunarinnar, þá er Kaupmannahöfn fyrsti
áfangastaðurinn á leiðinni, og þar eru þeir vanir að staldra nokkuð við
áður þeir haldi lengra. Um leið geta þeir svo þar fengið sjer ofurlít-
inn »forsmekk« þeirrar andlegu hressingar, er þeir eru á leit eptir.
Háskólinn og bókhlaða hans.
Þegar um andlegt líf er að ræða, má þvi eigi neita, að Kaupmanna-
höfn einnig hvað það snertir ber nokkurs konar stórbæjarbrag á sjer.
Vilji rnenn skygnast urn andlegt lif i Kaupmannahöfn, liggur beinast
við að leita til Kaupmannahafnarháskóla. Far hefur menningin aðalbæki-
stöðu sína. Par hafa menntunarstraumarnir frá útlöndum nú í 400 ár
safnazt fyrir, samlagazt lundarfari og andlegum hæfileikum hinnar dönsku
þjóðar og streymt þaðan yfir landið. Frá ræðustólum háskólans hafa
helztu gáfnavargar Dana ár frá ári í langan aldur rutt úr sjer þvílíku
kynstri af allskonar vísindum, að æskulýðurinn hefur varla við að gleypa
það allt í sig, þótt menntunarþorstinn sje mikill. Að þessum ræðustólum
jháskólakennaranna safnast árlega í kring um 400 ungra netnenda, er
henda á lopti hvert eitt orð, er fram gengur af þejrra munni og safna
í sarpinn. Pegar svo þessi ungi nemendaflokkur, úrvalalið þjóðarinnar í
andlegum skilningi, er búinn að svala þorsta sínum við Mímisbrunninn,