Eimreiðin - 01.01.1896, Blaðsíða 24
24
að sjúga merginn úr hinum nýju stefnum og nýju skoðunum jafnóðum
og þær ber að, til þess að vera tilbúnir að kasta þeirn frá sjer undir
eins og tekur að bæra á einhverri enn þá nýrri. Hið andlega líf er
stöðugt á hreyfingu, uppspretturnar eru ótæmandi, allt er þar sífeldum
og opt snöggum breytingum undirorpið. Pað er eins og sjálfum lífsins
straum á fleygiferð sinni bregði þar fyrir augun. Urn leið ber þess þó
að geta, að misjafnt er það, hve lengi hver skoðun drottnar, allt eptir
því, hversu mikinn sannleik hún felur í sjer og hve vel hún á við
lund þjóðar þeirrar, er um er að ræða.
fegar um andlegar hreyfingar í Kaupmannahöfn er að ræða, þykir
mjer skylt að geta lítið eitt þess manns, er framar öllurn öðrum núlif-
andi manna hefur haft áhrif á andlegt líf í Danmörku. Hann er að
vísu eigi bundinn við háskólann, þessar aðalstöðvar andlegs lífs í Dan-
mörku, og hefur jafnvel í vissum skilningi átt i stríði við hann; en þó
var það þar, er hann fyrst birti mönnum skoðanir sínar, og kjarninn af
tilheyrendum hans og lærisveinum eru einmitt þeir hinir ungu nemendur,
er á háskólann ganga. fessi maður er Georg Brandes. Pað er hans
andi, sem í siðastliðna tvo áratugi hefur svifið yfir öllu, eða þvi nær
öllu, er fram hefur komið í Danmörku i skáldskap og fögrum listum.
fað var i kring um 1870 að hann, eptir að hafa kannað ókunna stigu,
kom aptur til Danmerkur og flutti með sjer spánnýjar skoðanir um
skáldskap og listir og lifið í heild sinni, og hann var hvergi hræddur
að birta þær fyrir mönnum. Hann tók að halda fyrirlestra á háskól-
anum og flykktust menn saman svo hundruðum skipti að hlýða á þá,
þvi slíkum skoðunum höfðu menn eigi átt fyrr að venjast. Hann boðaði
uppreist á móti deyfð þeirri, er drottnað hafði í bókmenntum Dana um
langan aldur, og um leið krossferð móti öllum þeim fornu kreddum og
vanalöstum, er fastgróin voru við fjelagslifið. Menn hrakku eins og
upp úr fasta svefni við þessa rödd hrópandans, og flestir lögðust að
honum og kváðu skoðanir hans gagnstæðar bæði guðs og manna lögum.
Innan skamms safnaðist honum þó harðsnúinn flokkur meðal æskulýðsins,
og með sifeldri baráttu gegn megnri mótspyrnu i rúm 20 ár hefur
honum og flokki hans tekizt að hrinda mörgum kreddum. Mjer fyrir
mitt leyti finnst nú hinn nýji boðskapur hans eigi vera einber fagnaðar-
boðskapur, nje kröfur hans og kenningar byggðar á eintómum og óyggj-
andi sannindum, en enginn vafi finnst mjer á þvi, að hann hafi hleypt
nýju fjöri i bókmenntir Dana og leitt þær að ýmsu leyti á rjettari veg,
en áður vóru þær á, þótt hinsvegar ýmsir af lærisveinum hans og fylgi-
fiskurn hafi komizt á villigötur, svo helzt litur út fyrir að þeir komizt
aldrei á rjettan veg. Nú á hinum síðustu árum hafa enn aðrar og nýrri
skoðanir tekið að gjöra vart við sig og ryðja sjer til rúms i bókmenntum
Dana, en hjer er eigi tækifæri til að fara frekar út i þá sálma.
Peir, sem ókunnir eru stórbæjum og hafa alið allan aldur sinn til
sveita, eða lifað á einhverjum útskika heimsins, eins og t. a. m. íslandi,
geta tæplega gert sjer grein fyrir, hvílikan sæg af andlegum uppbygg-
ingar- og menningarmeðölum Kaupmannahöfn gefur ibúum sínum kost
á að nota. Þar getur hver er vill, af hverri stjett sem er, gegn vægu
eða engu gjaldi satt fróðleiksfýsn sína. Margskyns söfn og menningar-
stofnanir standa bæjarbúum opin, og er margt og mikið á þeim að græða