Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 45

Eimreiðin - 01.01.1896, Síða 45
45 hafa ekki verið neinar kræklóttar smáhrislur, sem uxu á íslandi í þá daga; fundizt hafa trjástofnar 3—5 fet á þykkt (flattir) og 30 fet á lengd og hefur það aðeins Verið lítill bútur neðan af geysimiklu trje, þvi ekki vottaði fyrir greinum. Þetta var á WMbcewtimabilinu og er það miðkaflinn á nýjuöldinni. Pessi gróður hefur þrifizt og blómgazt um langan aldur eins og sjá má áf þykkt surtarbrandslaganna, en einn góðan veðurdag byrjuðu gosin aptur; hraunflóð runnu yfir skógana, ruddu um trjánum og bældu þau niður, hver hraunbreiðan kom á aðra ofan, svo að trjábolirnir flött- ust út og fergðust saman i hellu; það er nú surtarbrandur. Surtarbrandslög með sviplíkum gróðri hafa fundizt viðar á norður- hveli jarðar, allt norður á Grinnelland, sem liggur fyrir norðan 81. breidd- arstig; meðalhiti árs er þar nú um -f- 200 C. og er það með köldustu stöðum á jörðunni. Pað er fátt merkilegra i jarðfræðinni en þessar jurta- leifar; þær sýna, að fyrir ekki alls löngu (i jarðfræðislegum skilningi) hefur verið gott og blitt loptslag i þessum klakalöndum, sem nú eru, og auk þess verður af þeim (og mörgu öðru sem eigi mun nefnt hjer) ráðið, að á þessum timurn hefur i norðurhöfum verið mikið land, sem nú er sokkið i sæ; þá var t. a. m. Island áfast við Grænland og Skotland. Eptir þvi sem næst verður komizt, munu þessar undarlegu breyt- ingar á loptslaginu stafa af þvi, að heimsskautið hefur flutzt úr stað og hefur Island, þótt ótrúlegt megi virðast, á miocentimabilinu legið talsvert sunnar á hnettinum en nú. Nýlega hefur verið stofnað fjelag til þess að brjóta kol i Færeyjum og gjöra sumir sjer miklar vonir um það fyrirtæki; era kolin þar innan um blágrý'tislög eins og á Islandi og aldurinn likur. Á Borgundarhólmi er dálitið af kolum frá /wratímabilinu; það er miðkafli miðaldarinnar; kolin vóru grafin fyrir nokkrum árum, en nú er þvi hætt, þvi kolin vóru svo ónýt. I Sviaríki er nokkuð af kolum frá fr/aitímabilinu, það er næst á undan júra. Kolin eru við Höganás, skamrnt frá Eyrarsundi, og fæst þó svo mikið árlega, að á mörgum járnbrautum á Skáni eru eingöngu notuð sænsk kol. Pað mætti nú ætla, að kolalögin væru einnig fyrir handan sundið, yfir á Sjálandi, en svo er ekki. Svo illa vill til, að sprunga mikil er í jörðunni undir Eyrarsundi og hefur landsspildan með kolunum sokkið til undirdjúpanna; hafa Danir þar mikils í misst. Og eins og það er dásamleg niðurröðun, að vjer skulum geta haft gott af þvi sólskini, sem upplýsti jörðina ein- hvern tíma á kolatímabilinu fyrir mörgum miljónum ára, eins er það bagalegt, að kolalögin eru mjög svo opt sprangin i sundur og hafa stórar landræmur sokkið svo djúpt, að steinkolin opt og tiðum nást alls ekki. Hvergi í Evrópu er eins mikið um steinkol og á Englandi, og ná kolalögin þar yfir 480 ferh. milur. Litið er það þó i samanburði við steinkolaauð Norðurameriku; kolalögin taka þar yfir meira en 20 sinnum stærra svæði en á Englandi, og eitt einasta steinkolalag, Pittsborgarlagið í Pennsylvaniu, er 690 ferh. mílur að flatarmáli. Nýlega hafa menn komizt að þvi, að Kina jafnast fullkomlega á við Norðurameríku að kolaauði, og kváðu allar ástæður þar vera hinar haganlegustu; þó má varla heita, að þar sjeu grafin kol enn þá. í Schanzihjeraðinu einu ná

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.