Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1898, Qupperneq 80

Eimreiðin - 01.01.1898, Qupperneq 80
8o föðurlandsvinur Jón Eiríksson hefði ekki barizt á móti þvi. Það sje því alger lega rangt að kveða upp slíkan áfellisdóm vfir stjórninni fyrir fastheldni hennar við einokunina, sem hingað til hafi verið gert í íslenzkum ritum. Að gera það, hafi verið pólitiskt bragð, sem hafi reynzt allgott æsingarmeðal, en það hafi jafnframt orðið til þess, að menn hafi fullkomlega haft endaskipti á hinum rjetta sögulega sannleik. — Ritgerðin er mjög ffóðleg og skemmtilega rituð og dóm- ar höfundarins bæði sjálfstæðir og vel rökstuddir. Er því enginn vafi á því, að hún muni verða til þess, að Islendingar líti ekki hjer eptir eins einhliða og hlut- drægt á afstöðu stjórnarinnar til einokunarverzlunarinnar, eins og hingað til hef- ur tíðkazt, meðan hver hefur jetið allt eptir öðrum án allrar rannsóknar eða sannana. En þótt menn verði að játa, að höf. muni hafa rjett fyrir sjer í aðal- efninu og hann þannig hafi gert þarft verk með því að leiðrjetta sögulega villu, þá verður það hins vegar varla varið, að hann hafi stundum gert sjer nógu mikið far um að verja stjórnina, og ef til vill stigið fæti iramar í þá áttina, en full ástæða var til. FYRIRLESTRAR UM ISLAND. Hinn 6. nóv. 1897 hjelt dr. Valiýr Guð- mundsson fyrirlestur í Stúdentasamkundunni (»Studentersamfundet«) í Khöfn um stjórnarskrárbaráttu Islendinga. A eptir fyrirlestrinum urðu töluverðar umræður, og tóku þátt í þeim meðal annara þrír danskir ríkisþingmenn og tveir íslenzkir menntamenn. I þessum fyrirlestri átaldi dr. Valtýr Dani fyrir, hve lítið far þeir hefðu gert sjer um að kynnast Islandi og högum þess hingað til, og ljet í ljósi ósk sína um, að þeir tækju sjer fram í því efni framvegis. Er svo að sjá sem menn hafi viðurkennt, að þessar ákúrur væri á rökum byggðar, því skömmu síðar (í sama eða næsta mánuði) vóru haldnir í Khöfn þrír fyrirlestrar um Island. Hjelt einn þeirra H. Rordam, fólksþingmaður (sem komið hafði til íslands síðast- liðið sumar og var einn þeirra ríkisþingmanna, er tekið höfðu þátt f umræðunum á eptir fyrirlestri dr. Valtýs), í fyrirlestrafjelagi jafnaðarmanna, og var hann um Island almennt, náttúru þess, íbúa, sögu o. s. frv. Annan fyrirlesturinn. líks efnis, hjelt skáldkonan Johanne Schjorring í fjelagi einu fyrir kvennhöfunda og listakonur; hinn þriðja hjelt kandídat H. Wiehe (sá er útlagði sögur Gests Páls- sonar) í málfræðingafjelagi einu, og var fyrirlestur hans um íslenzk skáld, einkum þá Bjarna Thórarensen og Jónas Hallgrímsson. Nokkru seinna (í jan. 1898) fjekk dr. V. G. áskorun um að halda fyrirlestur um Island í fyrirlestrafjelagi fyrir Hringstaði (Ringsted) og nærsveitir þess bæjar á Sjálandi, en hann tjekk cand. phil. Guðmund Finnhogason fyrir sig og hjelt hann þar fyrirlestur um ísland al- mennt 30. jan. þ. á., og var gerður að góður rómur og stuttlega frá honum skýrt í blöðum Hringstaða. Þá hjelt og höfuðsmaður Daniel Bruun hinn 14. des. 1897 fyrirlestur í hinu konungl. norræna Fomfræðafjelagi um hina elzty húsa- skipun á Islandi, Færeyjum og Grænlandi. — Á Englandi hjelt dr. Jón Stefánsson árið sem leið (1897) marga fyrirlestra, að meira eða minna leyti um íslenzk efni, t. d. í Barrow-in Furness, Coniston, Bristol og í »Gaelic Societyi í Lundúnum (um Norðmenn á Suðureyjum). Hinn 25. febr. þ. á. hjelt hann og fyrirlestur um norræn staðanöfn á Skotlandi fyrir þrem fjelögum í Lundúnum í einu (»Irish Literary Society«, »Gaelic Society« og »Viking Club«), og stýrði Reay lávarður þeim fundi. y q
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.