Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Side 11

Eimreiðin - 01.09.1898, Side 11
menn sökkt sjer niður í aðdáun og seint látið þreytast, — ef þeir að eins hafa reginskugga stórviðanna yfir höfði sjer. Skáldsögur voru einnig ritaðar um þessar mundir um efni úr lífi samtímis-borgara af betra tæginu, og má þar nefna »Sögur lír liversdagslifinu« eptir frú Gyllembourg. Hún var móðir Hei- bergs og búin þeim næma smekk og fegurðarvísi, sem þeim skóla er eiginlegt. Sögur hennar voru í miklum metum á þeim dögum, enda má með sanni segja, að þær gagntaka lesarann með sínu dæmalausa hóglæti og ró; það er alveg eins og maður virði fyrir sjer hugðnæm forntízkumálverk. Þetta var nú inni í höfuðstaðnum. En á ljelegu prestssetri úti á Jótlandsheiðum bjó Sten Stensen Blicher og kvað »Far- fuglaljóð« sin og ritaði smásögur, ýmist í glettnum stýl, ým- ist með þunglyndislegum blæ; og þó ekki sje hærra á hrygginn reist með söguhetjur hans, en að það eru mestmegnis launskyttur og plaggamangarar, bændur, sjómenn og þorparar, og þegar bezt lætur drykkjurútar úr prestastjettinni, rambandi ríkisbubbar úr bændastjettinni og smásmuglegir latínuskólaheyrarar, sem hann leiðir fram á sjónarsviðið, þá er þó óhætt að fullyrða, að enginn af höfundum þeirra tíma á svo miklum lesendafjölda að fagna nú á dögum eins og hann. Enda fær maður skýra mynd i ritum hans af Jótlandi eins og það leggur sig, landshornanna á milli, með heiðar og flóa, haf og sanda, hóla og dali; og íbúa þess má sjá þar sem í spegli; þar getur að líta auðuga og drýldna Austjóta, fatæka og þrautseiga heiðarbúa, sterka og stálhuga Vesturhafssjó- menn. Og Blicher þekkir efni sitt út og inn, —• hann segir frá því ofboð kunnuglega og einatt á bændamáli (t. d. »Æ Bindstozv«, þ. e. Tóvinnustofan). A Sjálandi er náttúra landsins þýðleg, rnild og brosandi; á Jótlandi nokkru stórskornari og óþýðari, en jafnframt angurblíðari. Þannig er líka hlutfallið milli skáldskapar Chr. Winthers ög St. St. Blichers. Hjá Vinther verður fyrir oss allt hið leikandi og ljetta, allt hið barnslega, bliða og fjörlega í danskri náttúru. Sjerhver danskur maður finnur, að það er hold af hans holdi og bein af hans beinum, þegar Winther kveður um »angandi grundir og svala bækiskóga, bar sem rádýrin leika ljettum fæti og söng- fuglar skemmta æskuglöðum, glóhærðuin meyjum Norðurheims með unaðsfögru kvaki«. Þannig kveður hann um Sjáland:

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.