Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Qupperneq 24

Eimreiðin - 01.09.1898, Qupperneq 24
184 að hagga við, svo sem trúin á skírlífi kvenna og göfgi mennta- manna; það úði og grúði af talsháttum og orðtökum, sem einu sinni höfðu verið ný og því smellin og viðeigandi, en nú voru orðin bragðlaust glamur, af því alltaf var verið að tönnla á þeim. — Svona var heldri borgarastjettin og svona voru bókmenntir hennar. En eigi bókmenntirnar að lifa blómlega lífi, ættu þær helzt ekki að vera fóstur fornra tíma og að eins eiga rót sína í andríki feðranna, heldur skyldu þær sprottnar af því sálarlifi samtíðar- innar, er lengst er á veg komið, þ. e. sálarlífi með sjálfsþroska og lífsmagni, eins og það bærist hjá þeim hluta þjóðfjelagsins, sem helzt mætti telja máttarstólpa menningarinnar í landinu. En forvígismenn vísindanna á þeim tímum, bæði hjer í Danmörku og þá einkum annarsstaðar i Norðurálfunni, voru komnir að allt annari niðurstöðu, en bókmenntir vorar voru byggðar á um þær mundir. Sveitafólk og fátækari borgarbúar skildu bókmenntirnar ekki, og kunnu ekki að meta þær, þrátt fyrir það, að stjórnarbótin nýja hafði innsiglað þýðingu þeirra og gildi, ef svo rnætti að orði kveða, og þótt einkanlega bændurnir hefðu aflað sjer talsverðrar menntunar og þekkingar. Menn notuðu þá að eins sem dæmi upp á hugþrúð, hjartagóð og saklaus náttúrubörn. Að vísu lýstu þeir C. A. Thyregod og Anton Nieesen lífi bændanna, bæði hið ytra og innra, siðum þeirra og háttum, löngun og þrá. En hvað stoðaði það? Þeir voru báðir bændasynir og rjettir og sljettir alþýðuskólakennarar. Þessar sárfínu, háskólagengnu bók- menntahetjur vildu hvorki heyra þá nje sjá, og kölluðu þá kenn- arahöfunda, í fyrirlitningarskyni! — En það voru nú samt sem áður þeir og engir aðrir, er fyrstir manna brutu þá braut, er bók- menntir komanda tíma skyldu ganga. I bóklistum menntuðu mannanna var aptur á móti dúnalogn. En þá kom stríðið 1864, þetta sorglega stríð, þegar Danir misstu þriðjung ríkis síns, þegar allir háreistir loptkastalar um frægð og frania hrundu til grunna, þegar allir hinir dýrðlegu draumar um völd og viðlent ríki rákust á nákaldan, napran verulegleikann. Margir beztu menn þjóðarinnar hugsuðu þá xneð sjálfum sjer: »Hvað stoðar frægð og fegurð, þegar það er ekki annað en skáld- skapur? Horfumst djarflega í augu við sannleikann, hve hræði- legur sem hann er ásýndum.« Eins og líka J. P. Jakobsen segir nokkrum árum síðar: »það er svo auðvelt að gleyma, að jafnvel
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.