Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 38

Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 38
198 Það er gaman að sjá, hvernig tvö mestu skáld Norðurlanda um þessar mundir lýsa hvert um sig sama hugarástandinu. Annars vegar kveður Norðmaðurinn Henrik Ibsen: »Det var en Fest kun för Natten den sorte. Hun var en Gæst kun og nu er hun borte.o1 Það er stutt og endasleppt, engu orði ofaukið, engin útmálun; Ibsen drepur að eins á strengina, og svo verður lagið sjálft að syngja sig inn í lesarann, hann dregur að eins frumdrættina, og svo verður lesarinn sjálfur að rjóða litunum á. Þetta er norskt, rammnorskt. Hins vegar kveður Drachmann í »Hœttulegum draumum«: »Der blev stille i Stuen, da Festen var endt; Hvor hun havde sunget stod et tavst Instrument, Der gemte sig slumrende Toner deri; Hun kunde dem vække. Nu var det forbi.«2 Hvað þau eru viðkvæm og þýð þessi orð; þessi iýsing á tóm- leikatilfinningu mannsins, sem var þarna aleinn eptir, í kyrðinni og þögninni í stofunni, og angurværum endurminningum hans um veizlugleðina, sönginn, hljómana fögru og hana, sem gat vakið þá af svefni, þar sem þeir blunduðu í hljóðfærinu þögla! Og svo þessi samlíking, sem glöggt má sjá að liggur undir steini, milli hins einmana manns og hljóðfærisins. Þetta er danskara, en allt það sem danskt er. En hjer má jeg ekki láta staðar numið um skáldrit Drach- manns. Nú er að geta ævintýrakveðskapar hans, og má þar nefna »Kóngsdóttirinn og kóngsríkið hálft«, — frábært kvæði að kveðandi og máli, — og »Fyrir austan sól og vestan tungh, er telja má fremst allra hinna meiri skáldrita Drachmanns fyrir sakir fagurra náttúrulýsinga, ævintýraskrúðs og óviðjafnanlegrar ástagleði. Já, það má með sanni segja um Drachmann, að fáir komist til jafns við hann i munarmærð, og fáir hafi gengið betur fram i að lofa almætti ástarinnar og þröskaáhrif hennar á karla og konur. Þetta lýsir sjer ekki einungis í fyrgreindum ritum, heldur og víða ann- 1 Þ. e. Það var að eins veizla, áður svartnættið kom. Hún var að eins gest- ur og nú ér hún farin. 2 Þ. e. Það varð hljótt í stofur.ni, er veizlunni var lokið; þar sem hún hafði sungið stóð þögult hljóðfæri. Það bjuggu blundandi hljómar í því; hún gat vakið þá. En nú var búið með það.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.