Eimreiðin - 01.09.1898, Side 48
208
siðarnefnda ber angurblíðan þunglyndisblæ og veitir einatt aí
skornum skammti, og kennir þannig börnum sínum að meta
skylduræknina framar öllu öðru.
J. P. Jakobsen dó í blóma aldurs síns, nálægt fertugu. Hann
var manna vandvirknastur í skáldiðn sinni, enda er það ekki mikið
að vöxtunum til, sem eptir hann liggur; það eru að eins tvær
alllangar skáldsögur, eitt smásögusafn og dálítið kvæðasafn. — En
samt sem áður þurfum vjer ekki að hika oss við, að skipa honum
sæti meðal beztu skáldhöfunda vorra, og það af ýmsum ástæðum.
Fyrst og fremst vegná þess, að hann ritar fegurra mál en flestir
aðrir. Það er sambland af fornum og nýjum stýl, af þjóðmáli og
sveitamáli, af orðum sem áður voru til, og orðum, sem J. P. Ja-
kobsen hefur sjálfur myndað; hann hefur svo næmt eyra fyrir
hljóminum og er svo hnittinn í valinu, að ef til vill mætti full-
yrða, að enginu hljómgalli finnist á málinu í öllum þeim riturn,
sem eptir hann liggja. Það hvilir einhver óviðjafnanlegur skáld-
blær yfir öllu, sem hann ritar, jafnvel þótt í óbundnu máli sje;
það úir og grúir þar af orðum, sem menn áður notuðu að eins í
skáldskap, en hann gjörir sjer lítið fyrir að við hafa þau í almennri
frásögn. — Því að minni orðgnótt nægði eigi til þess að geta lýst
lífinu bæði hið ytra í náttúrunni og hið innra í sálum manna,
með öllum þeim byltingum og margbreytilegu skuggaskiptum og
fjölskrúðugum litbrigðum, er J. P. Jakobsen hafði langtum næmara
auga fyrir en nokkur annar maður hjer í landi hafði haft. Það
skiptir líka mestu fyrir höfundinn, að orð hans hafi tilætluð áhrif,
að þau sjeu ekki tilkomulítið glamur og efnislaust hjóm og þjóti
um eyru manna sem hljóðið tómt, eða því sem nær; heldur eiga
þau að vera þess umkomin, að geta vakið ljósa mynd í sálu les-
arans af því, sem þau tákna; og til þess eru orð J. P. Jakobsens
einkar vel fallin. Hann kann líka manna bezt að skipa þeim niður
á rjettan hátt. Setningin getur verið hljómlaus og máttvana, þótt
orðin sjeu vel valin •— þegar menn finna hvernig málfræðisbeina-
grindin skrapir innan í henni. En viljirðu að menn skilji þig til
hlítar, þá er ráðlegt að fá setningunum einkennilegan og dálítið
ókunnuglegan blæ, með því að vera nokkru styttri í spunann en
almennt gjörist, eða að skipa þeim orðum, sem þá eiga að hafa
sjerstaka áherzlu, á þann stað í setningunni, er mest ber á, og
kæra sig kollóttan, þótt setningasambandið sje nokkuð óreglulegt
og þótt búast mætti við allfeitum strikum á stöku stað, ef um