Eimreiðin - 01.09.1898, Page 55
215
Einnig þar sem Gjellerup fæst við nútíðarefni, lýsir sjer þessi
»nýrómanzka« stefna hans og þar leynir sjer heldur ekki það
dálæti, sem hann hefur á að láta hilla i einhvern dulargrunn á
bak við, eins og t. d. í leikritinu »JVuthorn«, þar sem heljarmikinn
jökul ber á bak við hina stórfeldu atburði á leiksviðinu, eða þá í
skáldsögunni »Mylnan«, þar sem persónurnar eru hver um sig
eins og samvaxnar eptirlætisskepnum sínum, ein hind, önnur ketti
o. s. frv. — líkt og er með mann og fylgju hans. Stundum lætur
hann líka þessa dulardóma sína koma fram í gamansömu nýtízku
sniði, eins og t. d. í smásögunni »Umslagið«, þar sem hann gjörir
rithandafræði að umtalsefni; saga þessi er rituð með stakri lipurð
og þýðleika, eins og hún sje af allt öðru bergi brotin en önnur
rit Gjellerups.
Hefur það aldrei hent ykkur, þegar þið hafið verið að lesa
einhverja skáldsögu, að þið hafið allt í einu staldrað við og hugsað
með sjálfum ykkur: »Hvað skyldi nú annars þetta fólk, er hjer
segir frá, hafast að svona hversdagslega?« I bók sinni »Sál eptir
dauðann« lætur Heiberg sál oddborgara eins komast svo að orði
um skáldin:
»Tit jeg föler mit Hjærte brænde
Af Begærlighed efter ham selv at kende,
At vide, hvordan han spiser og drikker,
Hvordan han nyser, hvordan han hikker,
Kort sagt, at kende ham rent privat.*1
Þess sama hljótum vjer opt að óska oss um þá menn, er
skáldin herrna oss frá. Því að vanalega lofa þau okkur ekki að
sjá þá nema í sparifötunum, eða með öðrum orðum að eins í
þeim augnablikum, er þeir eru í háleitum hugrenningum og sem
alvörumestir, eða þá afskaplega skringilegir. I stuttu máli, vjer
finnum glöggt til þess að þeir eru settir til sýnis og látnir leika
gamanleiki fyrir oss, »og það gjöra þeir vel og náttúrlega«, þótt
þeir einatt berjist helzt tij mikið um með höndum og fótum, svo
að vjer getum gengið úr skugga um, að þeir sjeu lifandi menn
en engar brúður. Það mætti líka líkja þeim við þá menn, er
halda ræður í veizlum og við önnur hátíðleg tækifæri og sumir
eru hátíðlegir, aðrir fyndnir og glensmiklir, sumir hlálegir bæði
1 Þ. e. Einatt finn jeg til brennandi löngunar eptir að fá að þekkja hann
sjálfan, að fá að vita, hvemig hann fer að eta og drekka, hvernig hann
fer að hnerra og hiksta, í stuttu máli að þekkja hann svona hversdagslega.