Eimreiðin - 01.09.1898, Qupperneq 58
2l8
— allt er svo tárhreint og tært; — að hálfs mánaðar tíma liðnum
eru blöðin orðin ormjetin og liturinn dekkri; og svo ketnur há-
sumrið, auðsælt og blómþrungið; en æfi rósanna er stutt. Oðar
en varir er kornið hnigið á ökrunum og haustið dettur á með
hrakviðri og stormi; en trjen bera þó blöð sín enn, en nú eru
þau bliknuð og drúpandi; svo kemur frostið einhverja nótt, hægt
og hljótt, og þegar sólin rís að morgni fellur blað af blaði, blað
af blaði. — Allt er fokið í veður og vind.
Svona er blærinn á skáldsögunum »Tína« og »Hlöðvishvoll«.
En yfir sögunni y>Örvona ættir«, er Bang ritaði á yngri árum, hvílir
eins og hausthöfgi, haustfúi og örvænting.
Eins og sífelld óró, og jafnvel glundroði, er aðaleinkennið á
ritum Hermanns Bang, þannig er og ró og skýrleiki ráðandi og
ríkjandi hjá Henrik Pontoppidan, og það helzt um of; enda skiptir
rnjög í tvö horn um tilgang þeirra. Bang leitast við að gefa ljósa
mynd af sköpum mannanna, — það er aðalmark hans og mið.
Þess vegna er honum það fyrir mestu að geta sjergreint (individu-
alisere) persónur sínar, það er að segja að geta lýst þeim með svo
ljósum dráttum, að allir hljóti að finna, að einmitt svona sje
þeim manni varið, sem hefur reynt lífið og þjáningar þess, — en
að eins einum manni í víðri veröld; þess vegna tekur hann jafnan
allar »umhorfurnar« með, sem eiga svo mikinn þátt í lífi hvers
einstaklings, og gefur þeim ríkulegt rúm. A hinn bóginn er það
mark Pontoppidans að »alyrða« (generalisere), það er að segja að
mála persónur sinar þannig að menn finni, að bak við hverja
einstaka þeirra standi ótal aðrar, og að hún þannig sje fulltrúi
heillar stefnu, eða jafnvel heillar stjettar í þjóðfjelaginu. Urn þessa
»fulltrúa« verður frásögnin að sveipa nokkurs konar friði og ró;
orð þeirra hafa mikla þýðingu, því að það er margra mál, sem
þeir flytja; þeir rnega ekki vera málskrafsmiklir og sírausandi,
heldur verða þeir að tala til vor sem talsmenn fjölda annara; vjer
megum ekki sjá þá við neitt hversdagsdund; þegar vjer því sjáum
þá við eitthvert starf, þótt ekki sje nema við mykjukvíslina eða
plóginn, þá koma þeir fram sem hálfgerð ímynd annara og gegna
þessu starfi í þeirra nafni. — Það er aldarhátturinn, sem Pontoppi-
dan leitast við að sýna oss, og þessvegna verða persónur hans
hver um sig að vera ímynd heils flokks.
Það eru fádæmin öll af »straumum« og »stefnum«, er gengið
hafa yfir Danmörk á síðastlíðnum 20—30 árum. I stjórnmálum