Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Page 62

Eimreiðin - 01.09.1898, Page 62
222 er söguhetjan, — og jafnvel einasta persónan í flestum þeirra. Höf- undarnir leitast við af fremsta megni að hrífa tilfinningar vorar og skapsmuni; þess vegna úir og gráir af hendingum og höfuðstöfum, er þeir rita í óbundnu máli. Þeir kæra sig kollótta, þótt persónur þeirra tali öðru vísi en allir aðrir menn, ef að eins sálarlíf þeirra stendur oss ljóst fyrir augum. í stuttu máli, þeir snúa sjer frá hinni útvortis hlið að hinu innra, og aðalmark þeirra er innileg- leiki. Helztur þessara manna er Johannes Jörgensen. Angurblíða, löngun og heimþrá eru einkennin á skapi hans og skáldskap, og hafa knúð hann til að leita hælis í skjóli hinnar kaþólsku kirkju gegn árásum efasemdar og veraldlegra girnda. Þá má nefna Viggo Stuckenberg. Rit hans bera einmanalegan blæ, eru smágjör og tilfinningarík, þótt þau einatt sjeu nokkuð mærðarmikil; í gegn um þau öll má heyra óminn af þjóðvísu einni, sem hann hefur valið til einkunnarorða á eina af bókum sínum. Vísan hljóðar þannig: »Ravnen flyver om Aftenen, Om Dagen han ikke má. Den má friste den onde Skæbne, Den gode kan ikke fá. — Men Ravnen flyver om Aftenen.*1 Það er þó ekki svo að skilja að öll yngri skáld Dana gefi sig þannig eingöngu við að rannsaka hjörtun og nýrun í sjálfum sjer og öðrum. Gustav Wied er af allt öðru sauðahúsi. Hann er svo rudda- legur, keskinn og klúr í orðum, að vjer höfum lengi ekki átt sliku að venjast í bókmenntum vorum. Enda veit hann af því sjál-fur, því að hann nefnir ekki leikrit sín hinu vanalega nafni, sem sje »gamanleiki« eða »skrípaleiki« heldur »satýrleiki«. Það eru líka hjákátleg hafrahlaup í honum á stundum. * * Ef jeg nú að lokum á að ljúka einkunnar orðum á danskar bókmenntir yfir höfuð, þá verð jeg fyrst að taka það fram, að slíkt er áhorfsmál, að taka þannig allt í einu og kveða upp einn allsherjardóm, þar eð naumast getur hjá því farið, að hann verði ónægur og villandi. Þó hlýtur sú hugsun að hafa mikið til síns 1 Þ. e. Hrafninn flýgur um aftaninn, á daginn má hann það ekki; sá verður að freista illra örlaga, sem engin fær góð. En hrafninn flýgur um aptaninn.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.