Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Page 67

Eimreiðin - 01.09.1898, Page 67
227 dregið slæðuiium dökku draumnjórun helming jarðar, um lönd og lög að austan liðin stilltum fetum. En hví eru hendur þjer svalar og hví af enni þjer, vinur, napran og nístandi leggur nákulda hryllilegan? — og blærinn lífsins hinn blíði brott er þjer horfinn af kinnum! O, sje jeg hvé sakir standa: sjálfur dauðinn hefir á heiðu, hlýju og mildu hádegi æfi þinnar kvatt þig, vinur, frá verkum, vísað þjer síðan til hvílu þeirrar, er engi um aldur af hefir stigið rnanna. Sárt er það, vinur, að vita vera þig lagðan í moldu eptir svo örstuttan genginn æfiveg á jörðu; þó er hitt þyngra og meira, að þessa leiðina gekkstu um hrjóstrug heilsuleysis hraun og eyðisanda með blöðrur á báðum fótum og bleikar og fölar kinnar, því dauðinn árla í æsku upp þjer sleit af vöngum, með rótum og rjóðum greinum, rósir heilbrigðinnar. Ó, skyldirðu, ástvin, eiga, að aldri jarðar liðnum, höfgum blundi að bregða og básúnan drottins mikla ofan af himna hæðum hrífa þjer taugar í brjósti, og gegnum dapra og dimrna dauðaglýju fá eygðan dásaman, dýran og fagran dómsdags morgunroða; — eða um dauðans dimma, draumlausa og hryllilega, um ógurleg órof vetra undir gleymsku-fargi ótal árþúsunda eilífa nótt að sofa?------- Heyri eg þig, hugljúfa mærin, í hvítlituðum skrúða, svo hreinum, sem haustmjöll á fjalla hátindum nýsnivin væri, með svipinn himinhreina og hreiminn engilblíða og barnslega sakleysisbrosið og bláu augun fögru sem heiður vormorguns himinn og hárið bleika um vanga og enni ofan liðað! O þú, sem frá blautri bernsku blíðlega fylgt mjer hefir og i hönd mjer haldið heims á villistigum og mjer áttina sagða, er jeg skyldi stefna, og mjer veginn valdan, varnað mjer hrösun og tjóni, og er saknaðs og sorga sleginn þoku-myrkva varð minn hugskots heimur og höíði drap jeg niður 15*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.