Eimreiðin - 01.09.1898, Page 69
229
P. A. Munch (1847) og y>Eddukvaðin« með sama manni sama ár;
sama ár ennfremur »Fornnorrana lestrarbók« og aptur 1863, og loks
»Fagrskinnu« með Munch. Vel var nú riðið af stað. Og eins var vel
haldið áfram. 1848 kom út »Alexanderssaga« og »Konungsskuggsjá«
(með Keyser og Munch), 1849 »Ólafssaga helga hin minni« (með Keyser),
1850 »Strengleikar« (með Keyser), 1851 »Barlaamssaga« (með Keyser),
18 5 3 »J'nðrikssaga« af Bern og »Olafssaga helga« hin sjerstaka eða
meiri (með Munch), 1860 »Karlamagnússaga«, 1862 »Stjórn« (biblíu-
þýðingin), 1863 »Homilíubókin« norska; svo kemur á árunum til 1868
»Heimskringla« og »Flateyjarbók« í þrem bindum (með Guðbrandi Vigfús-
syni, sem skrifaði alla bókina upp
eptir handritinu), 1869 »Thómassaga
erkibyskups«, 1871 »Fríssbók« (Heims-
kringlu handrit) og »Mariusaga« eptir
öllum handritum i 2 bindum, 1873
»Eirspennill« (eða Konungasögur, það
er sögurnar frá Sverri til Hákonar
gamla eptir nefndu handriti), 1874
»Postulasögur« og loks 1877 »Heil-
agra manna sögur« í 2 bindum. Par
að auk hefur hann átt mikinn þátt
í útgáfu hins norræna »Fornbrjefa-
safns«, er nú eru útkomin 14 bindi
af, og hann var i nefnd þeirri, er sá
um útgáfu hinna fornnorsku laga (5
bindi). Það er af þessu tali auðsjeð,
hve óþrotlega elju og aðdáanlega iðni
þessi maður hefur haft til að bera.
Pví lýsir ekki síður sú saga, sem
jeg hef heyrt um hann. Eitt sinn sem optar var hann á Sívalaturni að
skrifa upp handrit — því að þau voru þar þá —; þegar lokað var, tók
hann ekki eptir því, og enginn tók eptir því, að hann sat kyrr í sínu
horni: þetta var laugardag, og þarna varð hann að dúsa matarlaus og
drykkjar til mánudags. Og er ekki þess getið, að hann hafi verið myrk-
fælinn eða leiðzt. Pað má með sanni segja, að útgáfur Ungers eru
harla nákvæmar, enda var bonum einkar sýnt um að lesa skinnbækur
og það þótt máðar væru1. f*ar til kom og, að hann var svo vel að
sjer i fornnorrænu máli, að þar hafa fáir staðið honum á sporði, og það
Hann lærði ljósmyndatöku og tók ljósmyndir af heilum handritum, og
hafði hann ekki allfá þesskonar handrit í bókasafni sínu.