Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 72

Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 72
232 í skýli, sem vindi og skýúða varna skaraðar kolabáls glóðir í kringum, — hnuplaðar vörur úr horninu þarna, þar’s hlaðna byrðinga kaupmaður tæmir, — situr heill flokkur í sótugum flikum, með sinknýtta arma; þrettán af slíkum affermdu skipið; af þeim svitinn rennur; Engilsaxa blóð undir hörundi brennur. Þeir hljóðlega pískra og pípuna totta og pumpa svo ölið úr tinspengdum könnum; eitthvað er í bruggi, það andlit þeirra votta, eitthvert hapt að slíta þeim liggur á hjarta. En þó að höndin titri og slagæðin slái, það slagið vantar orð, sem hugsun þeirra nái; þar er æðiseldur, en ráð og reglu þrýtur, þá rís loks einn á fætur, af auga’ hans neisti hrýtur. Hann kreppir hnefann og kámuga húfu hann kreistir og þrífur frá breiðu enni og þeytir í loga’ innar hálfbrunnu hrúgu og hrækir i blossann, svo rýkur úr glóðum: »Fjelagar!« hrópar hann, »hjerna fór stjettin, húfan in sótuga’ og kolberinn grettinn; — eptir er heilinn og hendurnar beima, er heillvænni komandi dögum skal geyma.« »Heyrið þjer storminn! og hamfara straumur hvaðanæva fram brýzt oss kringum. Hvi mókið þið þá? I dag er það draumur, en dómur á morgun og — ef til vill — dauðinn. Þjer sáuð þó blys, námuð sviðþef af bröndum. Svælan kom hingað frá ókunnum löndum, en ykkur hún brældi’ ei úr bælinu ljótu, •— í brækjunni liggið þið enn þá í gjótu.«

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.