Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 74

Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 74
Hann þagnar; — þá æpa þeir: »Meira, meira!« A móti bænum hann snýr sjer og bendir. Þangað af kolberum flykkist þá fleira sem flóð út ur ölkrá, er nærri þar stendur. Þeir hrifa hann með sjer og hann tekur orðið — úr hópnum hann fer upp á veitingaborðið —• gegn auðstjórnar, ríkis og kirkjunnar klónum. — Svo kráin er hroðin af lögregluþjónum. Og stormurinn hvín og streymir á með niði, of stórbænum dimmþrungið ský eitt sig grúfir, og til þess stiga raddir af kynlegum kliði, sem klögunar ógnir þær nöldra þar uppi. Ljósið frá vestursins1 ljómandi búðum, leiptur frá austursins1 verksmiðjusúðum skýið roða-hjúpi nú hylja’ i aptanblænum. — Hvort mun það samstjórnar dómur yfir bænum? V. G. Stökur. KONUKOSTIR. Ungir líta’ á andlitið, er þeir svanna leita; eldri blína á auðmagnið, ei um hitt þeir skeyta. En á lund og list og mennt líta fæstir sveina. Annað þó en þetta þrennt ei þýðing hefur neina. 1 Meö »vestur« á skáldið auðsjáanlega við vesturhluta Lundúna — »The JVest Endi —, þar sem mest er um skrautbúðir og rikisfólkið og aðallinn býr, og með »austur« er átt við austurhluta bæjarins — »The East End*—, þar sem fullt er af verksmiðjum og verkmannalýðurinn hefst við.— Með »ánni« í kvæðinu er átt við Thames og »þokan« er hin alkunna »Lundúnaþoka«. hÝÐ.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.