Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 78

Eimreiðin - 01.09.1898, Síða 78
238 við á íslandi >1' þann tið«.— En ef til vill er þessi næturhrafn ekki annað en hinn algengi, íslenzki krummi; en þá finnst mjer helzt til mikið haft við fuglinn, ef á að kalla hann næturhrafn og daghrafn eptir því, hvort hann krunkar á nótt eða degi (sbr. morgunstjarna og kvöldstjarna). — Hvaða *hrynur« eru það sem V. kveðst aldrei hafa þolað? Sje það sama orð og »hrinur«, mun það orð eink- um haft um hljóð þau, er svín gefa frá sjer, þó það sje og haft um rödd annara dýra; stundum getur það þýtt blátt áfram hávaða, en optast þó skælur (»hafa hrinur og hljóð*), og skil jeg ekki í Valnastakki, að gleðja sig við drynjandi náspá næturhrafnsins, en þola ekki þessi hljóð, en >svo er margt sinnið sem skinnið«. — Hvernig á að lœöast fram með . . fasi, bls. 21? »Fas« þýðir annað- hvort látbragð yfir höfuð, — og eitthvert látbragð hafa allir rnenn hvort sem þeir læðast eða ekki — eða það þýðir flas, flan, og sá, sem flanar, læðist ekki. — Ekki hafði jeg haldið, að þögull vindur gæti hvislaö, en það stendur á bls. 40. Illa kann jeg við þessi orð (bls. 24—25): »Þú hefur svo heitt blóð, að það ólgar yfir allar hinar rólegu reglur, sem jeg gef þjer«; og að láta þess getið að fjand- maðurinn sje »dauðlegur« í sömu svifum og talað er um dauðastunur hans, virðist óþarft (»dauðlegs fjandmanns dauðastunur«, bls. 61). Allir erum við dauðlegir. Á bls. 99 tala Fjögramaki og Eiríkur um að »gista að Óðins«. Voru þá Hellismenn heiðnir — í lok 14. aldar? »Hreyfið þiö yöur ekki« (bls. 45) mun þykja málvilla, en ef til vill er »þið« ein af hinum mörgu prentvillum bókarinnar, því hinn ytri frágangur hennar (prentun, rjettritun og prófarkalestur) er hinn herfilegasti. Má tilfæra nokkur dæmi af mörgum: dyrfist, þyggja, ófyrir- leytinn, þreittur, riöja finndi, hlagja (f. hlæja), hœztan, þrömuský, ölvílnun o. s. frv.; é og je er viðhaft jöfnum höndum, þó er optast ritað »jeg« þar sem rímið heimtar að ritað sje »eg<. Lestrarmerki eru sett svo vitlaust, sem verða má, kommur fyrir punkta o. s. frv. — Jeg hef nú leyft mjer að benda á það, sem í minum augum er mest aðfinningar vert, þó margt sje ótalið, en hjer mun sem optar, að »sínum augum lítur hver á silfrið«. Er því bezt fyrir hværn þann, sem vill vita deili á bókinni, að kaupa hana og lesa sjálfur. Reyndar þarf helzt að sjá leikrit leikin, til að geta dæmt um gildi þeirra, svo vel sje. Aðalkostur þessa sjónleiks mun liggja í því, hve vel leiksviðum og þáttaskipun er þar fyrir komið, og hylur það fjölda synda. 3/s 98- G. F. ' SIGURÐUR STEFÁNSSON: STJÓRNARSKRÁRMÁLIÐ 1897 (sjerpr. úr Andvara XXII). Ritgerð þessi skiptist í 7 kafla, og er hinn fyrsti þeirra almennur inngangur, þar sem stuttlega er skýrt frá aðalgöllunum á núverandi stjórnarfyrir- komulagi voru og hve barátta undanfarinna ára, til þess að reyna að ráða bót á þeim, hafi reynzt árangurslaus. í 2.—5. kaflanum er svo ljóst og ýtarlegt yfirlit yfir sögu og gang stjórnarskrármálsins á umliðnu ári (1897) ásamt skýrandi hug- leiðingum um »tilboð stjórnarinnar« og »ríkisráðsfleyginn«. I 6. kaflanum er skýrt frá mótbárum þeim, sem komið hafi fram (bæði á þingi og eptir þing) gegn hinni framboðnu stjórnarbót og sýnt fram á, hve miklar lokleysur sumar þeirra hafi verið og öfgum blandnar. I síðasta (7.) kaflanum eru að lokum greini- lega teknir fram bæði annmarkar og kostir hins framkomna stjórnartilboðs og bent á, hvernig hyggilegast muni fyrir þjóðina að haga sjer gagnvart því. Öll er ritgerðin skrifuð með þeirri óhlutdrægni, gætni og stillingu, sem höf. er svo lagin og jafnan hefur prýtt fyrri ritgerðir hans, og er því vonandi að allir, sem nokkuð er umhugað um þetta mesta velferðarmál þjóðar vorrar — stjórnarbótar-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.