Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Page 4

Eimreiðin - 01.09.1900, Page 4
164 varla gætu ímyndað sér annað, en að þessar reglulausu myndanir væru til orðnar af jökulgangi, ef þær ekki væru samlímdar með glerefni (tachylyt) og ofan á þeim hvíldu mörg hundruð metra þykk berg af blágrýti og lagskiftu móbergi. Hinir einstöku steinar bera engan veginn hina ytri lögun eldgosasteina, en hafa aftur á móti glögg einkenni vatnsbarins grjóts, lögin hafa því auðsjáan- lega ekki myndast í djúpum sæ. Hnullungaberg þetta hefir lík- lega annaðhvort myndast á strönd grunnsævar, á þann hátt, að gosgrjót hefir ásamt smágjörvu efni borist þangað með ám, eða þá heldur, að lög þessi eru beinlínis mynduð af fljótum úr því engir sædýrasteingjörvingar eru í þeim«.‘ Lýsing Keilhacks er alveg rétt og á mjög vel við öll þau hnullungabergslög, sem ég hefi séð, þó hefi ég ekki skoðað hin sömu lög og hann (undir Eyjafjöllum) eins og höt. segir.1 2 3 Ég skoðaði hnullungalög í Pjórsár- dal 1888 og í fjöllunum kringum Tindafjallajökul og á Skaftár- tunguafrétti 1893.8 Hnullungalögin í Pjórsárdal fann ég 1888 í Stangarfjalli undir dóleríthömrum (250 m. yfir dalbotni), en ekki fann ég þar ísrákaða steina; lagið var auðsjáanlega myndað af rennandi vatni. 1899 skoðaði H. P. þetta sama lag og fann ís- rákaða steina í berginu litlu neðar. 1893 gekk ég upp á fjöllin hjá Barkarstöðum (undirfjöll Tindafjallajökuls), þar skiftast á í hlíðunum móbergslög, blágrýtislög og hnullungalög, en dólerít er þar efst. Ekki rak ég mig þá á ísnúna steina í þessum lögum (þó getur vel verið, að þeir séu þar), en í gráu hnullungabergi, sem lá hallandi (discordant) á hinu, voru glöggar ísrákir á stein- unum. »í hinum eldri og yngri hnullungalögum eru hnullungarnir sjaldan eins hnöttóttir, eins og í ám eða við strendur, en eru miklu líkari jökulruðningi, sem að nokkru leyti er fægður af jökul- lækjum«.4 Sumarið 1899 skoðaði H. P. Pjórsárdal og Hreppa og fann þar ísrákir á steinum í hnullungaberginu og ísrákir á dólerítlögum, sem hann segir að gangi inn í móbergið. Á þessum athugunum 1 Zeitschrift der Deutschen geologischen Gesellschaft 38. Band 1886, bls. 384 -■585. 2 I ritgjörð H. P. hefir eitthvað ruglast á 53. bls.; líklega fallið úr nokkrar setningar, svo ég skil ekki vel tvær fyrstu greinarnar. 3 Geografisk Tidskrift X, bls. 15, XII, bls. 203. Petermanns Mitteilungen 1892, fcls. 27. 4 Geografisk Tidskrift XII, 1894, bls. 203.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.