Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Síða 9

Eimreiðin - 01.09.1900, Síða 9
i6g Læt ég svo útrætt um þetta mál að sinni; lesendunum mun víst þykja nóg komið. Eg hefi ritað þessar athugasemdir til þess að skýra málið frá ýmsum hliðum og til þess, að lesendur Eim- reiðarinnar hyggi það eigi fullsannað, sem er enn ósannað. Af ritblænum á grein H. P. (sem auðsjáanlega er skrifuð í flaustri) gæti almenningur haldið, að nú væri snögglega brugðið björtu ljósi yfir myndun móbergsins á íslandi, en ég hefi leitast við að sýna, að þekking vor í þessu efni því miður er dauf og lítil Salt- víkurtýra; en hún getur smátt og smátt lifnað og glæðst við nán- ari rannsóknir og ég hefi vissa von um, að H. P. framvegis bæti lýsi á koluna, eins og hann þegar hefir gjört. Sérhver jarðfræð- ingur verður að vera varkár í staðhæfingum, en athuga sem flest og sem bezt; þá fæst vissan um síðir. Helgi Pétursson er ungur, efnilegur jarðfræðingur, sem þegar hefir ritað ýmsar vel samdar og liprar ritgjörðir, og ég er viss um, að hann eykur þekkinguna um jarðfræði íslands í sinni grein, ef honum veitist tækifæri til að fást við hana. H. P. er kominn á góðan rekspöl og hefir þegar gjört mjög góðar athuganir, sem vér vonum bráðum að sjá á prenti í vísindalegri skýrslu; hann hefir hingað til því nær eingöngu fengist við rannsókn jökulmenja og liggur fyrir honum mikið verkefni að athuga jöklamyndanir á íslandi ýtarlega og hlutfall þeirra til mó- bergsins, og vona ég hann gjöri sér það til sóma. Mig furðar á því, að höf. í ritgjörð þessari kveðst þegar hafa fundið lykilinn að jarðfræði íslands; hann hefir ef til vill eins og við hinir grilt skráar- gatið, en lykillinn er ekki fundinn enn, og mun þurfa að leita betur, áður en hann finst, ef hann finst nokkurn tíma. í náttúruvísind- unum er annars ekki til neins að hrópa: »Sesam, sesam, opnist þú!« ; maður verður sjálfur að herða sig og grafa sig gegnum fjallið. Þorvaldur Thoroddsen.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.