Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Side 11

Eimreiðin - 01.09.1900, Side 11
II. VERTU Vertu sæl og sértu blessuð! Eg nú annað sinn þig augum ieit. gekk á hinum inndælu grundum þínum, kleif upp blómauðgar brekkur þínar. Vertu sæl og sértu blessuð! Gangi þín sumarsól seint til viðar! SÆL! hylji’ hún sem skemst sitt skæra höfuð hrímskýja húmblæju að heiða baki. Millum okkar megin-hafið ómar, hverfandi yzt í vestri. Ómi það okkar ástar-kveðju: Vertu sæl og sértu blessuðl III. ILLUGI. (Bróðir Grettis). Skal unna’ ’honum vægðar, svo um oss sitji’ hann, í veganda blóði unz baða hendur kann? Hann sór það, og eflaust mun eiðinn halda þann. Ei bindið hinn prúða! — hann brýzt ei höggi frá — né augu hans -byrgið, — ei óttast hann að sjá; því honum er hugþekkast hetjudauða’ að fá. Hann felmtrast ei, sjáið, hve frjálst hans tillit er. Ei bliknar né titrar hann, bregður hvergi sér. En skjálfa fyri’ hans augum ættuð sjálfir þér. Fyrst upp til himins hann hvörmum fögrum brá, svo fjarðarins öldur hann fljótlega yfir sá, svo bústað sinn hinsta, nú brotinn, leit hann á. Svo leit hann á voðalegt veganda’ augnaráð, er trylt hafði trúin á töfra sigur-dáð. — Nú hófust upp hendur og höggvopn reiddu fáð. Hve varlaunað drenglyndi, dáð og trygðarþel, sem alt leggur á sig, svo öðrum gjöri vel, — er stranga’ æfi skammvinna styttir smánar-hel! Af ást sínum bróður í útlegð fylgja vann, og trúr honum hjúkraði, tryggur varði hann. Með hreysti og karlmensku háði bardagann.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.