Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Page 14

Eimreiðin - 01.09.1900, Page 14
174 eru í knattleik sumstaðar á götunum, enn þótt þetta sé bannað í lögreglusamþyktinni; en öllum gluggum getur verið hætta búin af þessu, enda oft enginn friður fyrir þessum ólátum, því þetta gengur ekki þegjandi, sem ekki er við að búast; — en æfinlega er eitt- hvað fjörlegra að sjá þennan æskulýð og það uppvaknandi Island, kannske vísi til skárri kynslóðar, en þessarar yngstu, sem nú er að brölta: »Guði sé lof, þeir ungu eru tímans herrar«, hrópaði »Dagskrá« sáluga upp yfir sig — jú víst! það eru »dæilegir« tímans herrar, þegar alt er á hausnum! Hver veit nema þarna sé eitthvert alþingismannsefni, sem nú er að »spila klínk« eða »stikka« og æpir sem hæst — kannske líka einhver »einskis nýtur lands- ómagi«; — þeir lífga þó altaf upp götuna, strákagreyin, og ekki held ég væri viðkunnanlegra, ef altaf væri djúp þögn og ekki heyrðist nokkurt hljóð. 1 »Kringsjá« var einhverju sinni (1893) talað um, að hávaði á götum væri óþolandi og enda bannaður í sumum stórborgum, og var þetta haft eftir »ameríkönskul blaði. — Og svo á veturna, þá eru hrossin, þessir ferfættu »kavalérar«, sprangandi um allar götur allan daginn, beint ofan í lögreglusam- þyktina, sem bannar að láta þá vera á götunum, nema þegar nauð- synlegt sé (28. gr.). Pá er eins og maður sé í einhverju Kósakka- þorpi eða Tartarabæli; þetta gengur á stéttunum fram með hús- unum og fer svo sem ekki úr vegi fyrir neinum, leik'ur sér og prjónar með ólátum og hrossaglímum, svo fólkið verður að forða sér eftir föngum, og er merkilegt, að ekki skuli hafa hlotist tjón af; stundum hlýtur það að ganga aðrar götur en ætlað var, til þess að verða ekki fyrir þessum ófögnuði; hvar sem hlið er opið, þá er þetta komið þar inn, snuðrandi í öllum öskuhaugum og rusli, eins og því sé aldrei gefið að éta, eða hímandi við vatnsbólin eftir þorstadrykk. 1 Orðmyndin »amerískur« er röng, þótt hún standi þráfaldlega í blöðum. Rétt- ara væri »ameríkskur«, en það er stirt. Annars mætti vel segja »Ameríku-blað« o. s. frv , en rithöfundar vorir eru svo stirðir og einþykkir, að þeim dettur þetta ekki í hug. — [Vér getum ekki verið hinum heiðraða höf. samdóma um, að orðmyndin »amerískur« sé röng; hún er að vorri skoðun einmitt hárrétt. Afleiðsluendingin er -skur og verður þá lýsingarorð myndað af Amerík-a eiginlega amerík-skur. En Sam- kvæmt íslenzkum hljóðlögum fellur jafnaðarlegast einn samhljóði niður, er svo mörg- um lendir saman, og verður þá »ameríkskur« að ameriskur á sama hátt og grikk-skur (af Grikk-land) verður að grískur (báðar þessar orðmyndir brúkast jöfnum hönd- um í fornmálinu) og háleyg-skur (af Háloga-land) verður að háleyskur o. s. frv. Eins á reykvík-skur (af Reykjavík) að verða að reykvísktir} og svo ætti að rita það orð. RITSTJ.].

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.